Göngustígar

Göngustígar

Það vantar tilfinnanlega göngustíga á milli gatna og hverfa hér í Helgafellshverfinu. Það þarf að vera hægt að ganga frá götunum efst í hverfinu (Gerplustræti og Vefarastræti) án þess að þurfa að ganga langar leiðir til að finna þá. Nauðsynlegt.

Points

Maður á ekki að þurfa ganga lengri leið til að finna göngustíg (ekki gangstéttir). Það þarf að vera möguleiki á fleiri leiðum en er núna.

Þróun göngustíga og slóða til útivistar verður að vera í takt við aukin íbúafjölda í hverfin. Hlýtur að vera hvatning til Mosfellsbæjar að íbúar nýti sér nær umhverfi til útivistar og njóti þá þessu sem svæðið hefur upp á að bjóða. Góðir göngustígar, slóðar og hjólastígar auka jákvæða upplifun þess sem neytir.

Eins og skrifað úr mínum munni.

😊

Umhverfið er svo dásamlegt og það væri svo frábært ef það væru góðir göngustígar sem myndu auðvelda manni útivistina.

Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent sem ábending til þjónustustöðvar eða viðeigandi aðila til nánari skoðunar eða framkvæmda. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information