Málaðar hjólabrautir á valdar götur eins og algengar eru erlendis til að auka öryggi hjólandi og gangandi vegfarenda. Götur með hæga umferð og lélegar gangstéttar yrðu mun greiðfærari með þessum hætti. T.d. Langitangi, Álfatangi, Álfholt, Arnartangi, Reykjavegur, Skólabraut, Brattholt, Þverholt, Kvíslartunga osfrv.
Flestir göngustígar í Mosfellsbæ eru barn síns tíma og of mjóir fyrir blandaða umferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Mikil fjölgun hjólreiðafólks og sprenging á rafvespum og rafskútum ógnar öryggi gangandi vegfarenda. Víða eru gamlar, steyptar gangstéttir varla nógu breiðar fyrir barnavagna. Málaðar hjólabrautir eru ódýr og örugg leið til að taka hraðskreiðari umferð hjóla og rafhlaupabretta af mjóum gangbrautum. Bílaumferð stafar ekki ógn af merktum stígum.
Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari skoðunar eða umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði/sviði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation