Smíða stóra upphækkaða heilsársteiga - trégrind með gervigrasi á alla teiga frisbígolfvallarins í Ævintýragarðinum
Teigar á vellinum eru orðnir algjörlega ónothæfir og þessi völlur þarf virkilega á nýjum teigum að halda
Heilsársteigar eins og nafnið gefur til kynna auðveldar spilurum að leika frisbígolf allan ársins hring. Slíkir teigar vernda gróður og koma í veg fyrir möguleg meiðsli leikmanna. Þá gerir það völlinn verðmeiri og eftirsóttari til spilunar fyrir leikmenn.
Þarft framtak fyrir frisbígolfvöllinn í Ævintýragarðinum. Samhliða þessu þyrfti að veita fjármagni í að lappa upp á völlinn og endurhugsa nokkrar brautir. Sér í lagi þær sem liggja á göngustígum. Það mun bæði styðja við þessa ört vaxandi íþrótt og trekkja spilara að heilsueflandi samfélaginu í Mosfellsbæ.
Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation