Að settir verði speglar fyrir ökumenn sem aka norður Flugumýri og vestur Aðaltún sem sýna umferð sem kemur niður (vestur) Flugumýri. Eins speglar fyrir ökumenn sem koma niður (vestur) Flugumýri sem geta þá séð hvort umferð komi norður Flugumýri eða suður Aðaltún. Eins mætti setja skilti 50m frá gatnamótum í Flugumýri í austurátt (inni í iðnaðarhverfinu) sem segja að stöðvunarskilda sé framundan.
Þessi gatnamót eru varhugaverð þar sem erfitt er fyrir ökumenn sem koma vestur Flugumýri að sjá hvort umferð komi norður Flugumýri í átt að Aðaltúni. Bæði húsið á horninu og Rarik skúr skyggja mikið á. Því er núna mikil hætta á þessum gatnamótum og margir sem aka niður (vestur) Flugumýri sem ekki virða stöðvunarskildu. Oft eru þetta stór ökutæki sem eykur hættuna á slysum enn meira. Auðvelt væri að minnka áhættuna þarna með speglum fyrir ökumenn til að athuga hvort umferð sé handan við hornið.
Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari skoðunar eða umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði/sviði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation