Fleiri ungbarnarólur á leikvelli

Fleiri ungbarnarólur á leikvelli

Öll börn og foreldrar barna njóta samvista og samverustunda á leikvöllum víðsvegar um bæinn. Sumir leikvellir í eldri hverfum eru eingöngu með rólur fyrir eldri krakka sem geta rólað sér sjálfir. Gott væri að fá fleiri ungbarnarólur á þá leikvelli t.d. í Arnartanga, Leirutanga og á fleiri stöðum til að minnstu krílin geti líka fengið að róla sér. Annars þurfa foreldrar yngstu barnanna oft að ganga langa vegalengd til að komast í næstu ungbarnarólu eða fara á leikvelli ungbarnaleikskólanna.

Points

Breytingin myndi líka henta afar vel fyrir foreldra sem eru enn með börn í fæðingarorlofi eða hafa ekki komist með börn í dagvistun.

Vantar til dæmis á leikvöllinn við brattholt, þar er aðallega möl og tvær dekkjarrólur sem fáir virðast nýta.

Þessi hugmynd var ekki valið í kosningu en verður sent til nánari skoðunar eða umfjöllunar í viðeigandi nefnd/ráði/sviði. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information