Matjurtagarðar og gróðurhús fyrir íbúa Garðabæjar

Matjurtagarðar og gróðurhús fyrir íbúa Garðabæjar

Matjurtagarðar og gróðurhús fyrir íbúa Garðabæjar sem samfélagið getur haldið utanum og skipulagt til að auka lífsgæði.

Points

Frabær hugmynd

Þetta er mjög flott hugmynd og hægt að útfæra á svo marga vegu. Sem dæmi eru svona garðar í Svíþjóð en þá er það þannig að hver einn ræktar það sem hann vill og kefur góð tök á og sinnir því allt sumarið og svo um leið og uppskera hefst tekur maður upp það sem á að nota í hvert sinn og svo aðeins umfram og það er lagt á skiptiborð, þannig ef ég ætla til dæmis að rækta kartöflur og einhver annar rófur þá set ég kartöflur á borðið og einhver annar rófur og svo framvegis

Rannsóknir sýna að nærvera við gróður bætir andlega líðan. Að rækta sína eigin fæðu er heilsusamlegt. Þannig er hægt að ná fram aukinni sjálfbærni og tryggja betur fæðuöryggi á víðsjálverðum tímum. Þannig er hægt að bæta samfélagsandann og hafa stað til að koma saman og kynnast fólki í sínu nærumhverfi, þannig geta ólíkir hópar notið samvista.

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information