Alvöru torg á Garðatorg

Alvöru torg á Garðatorg

Mikið væri dásamlegt að fá alvöru torg eða grænt svæði í stað bílastæðanna á Garðartorgi og hafa stæðin eingöngu neðanjarðar. Þá gætu veitingastaðirnir, ísbúðin og kaffihúsið sem er á leiðinni verið með almennilegt útisvæði. Frábært væri að hafa líka smá leiksvæði fyrir börn með leiktækjum. Þetta finnst mér sárvanta í miðbæinn! Notalegan stað þar sem bæjarbúar og gestir geta hist, utandyra.

Points

Sjá lýsingu á hugmynd 😉

Það eru nú þegar bílastæði neðanjarðar og líka alls staðar í kringum Garðatorg. Samkomusvæði styrkir bæjarbrag og skapar vettvang fyrir hátíðahöld. Til að halda í aðgengi að verslunum sem eru þarna væri hægt að taka bara hluta af svæðinu í þessa tilraun.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information