Klára stjórnarskrármálið - samþykkja nýja stjórnarskrá byggða á tillögum Stjórnlagaráðs

Klára stjórnarskrármálið - samþykkja nýja stjórnarskrá byggða á tillögum Stjórnlagaráðs

Alþingi ætti að taka upp tillögur Stjórnlagaráðs og samþykkja skv. vilja þjóðarinnar sem fram kom í atkvæðagreiðslu 20. október 2012. Þjóðin fær þá nýja stj´ronarskrá eins og hún vill og að var stefnt

Points

Alþingismenn hafa ítrekað sýnt fram á að þeir eru óhæfir að samþykkja breytingar á stjórnarskrá. Því skal láta þjóðina um breytingarnar. Ágallarnir í þeirri gömlu það margir að nauðsynlegt reyndist að semja nýja frá grunni. Það eru atriði í þeirri gömlu sem best er að færa óbreytt í nýja stjórnarskrá. Því er ný stjórnarskrá skrifuð á grunni þeirra gömlu. Það er þörf á nýrri. nákvæmari og lagalega skýrari stjórnarskrá.

Ég hélt að sú endurskrift hafi átt sér stað með vinnu Stjórnlagaráðs. Ég held að það séu svo margir ágallar gömlu stjórnarskrárinnar að það sé í raun minna mál go betra að skrifa nýtt plagg frá grunni og hafa til viðmiðunar þau grunngildi sem við viljum að íslenskt samfélag byggi á. Við getum endalaust plástrað við þá gömlu en stundum er bara betra að byrja upp á nýtt. Þessi vinna okkar og aðferð sem beitt var hefur vakið heimsathygli og verið notuð sem fyrirmynd annarra þjóða sem standa í svipuðum málum - hvers vegna ekki bara að viðrukenna það og viðurkenna að við erum með ansi gott plagg, góðan grunn að nýrri stjórnarskrá - meirihluti þjóðarinnar virðist lita þannig á

Stjórnarskráin okkar er gömul og þarf endurnýjun. Stjórnlagaráð vann úr tillögum Þjóðfundar og samdi drög að nýrri stjórnarskrá þar sem tekið var tillit til allra sjónarmiða. Þjóðin kaus svo um stjórnarskrárdrögin 20 október 2012 og samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta. Alþingi ber að far eftir þeim þjóðarvilja sem fram hefur komið í ferlinu öllu sem og kosningunni 20. október.

Núverandi stjórnarskrá hefur reynst vel til þessa, en mætti breyta til að færa hana í nútímalegra form. Tillögur stjórnlagaráðs hljóma vel, en löglærðir menn hafa tala um að málfar í henni sé of óljóst, sem skiptir mjög miklu máli lagalega. Við höfum fullt af dómsfordæmum sem notast við núverandi stjórnarskrá og það að endurskrifa hana frá grunni myndi þýða að prófmál þurfi til að finna út túlkun dómstóla á allri stjórnarskránni upp á nýtt. Látum stjórnarskránna standa og betrumbætum hana.

Í nýrri stjórnarskrá felast mörg stefnumál okkar um aukið lýðræði og gegnsæi. Auðlindir í þjóðareigu og margt fleira.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information