Réttlátt lánakerfi til kaupa á húsnæði.

Réttlátt lánakerfi til kaupa á húsnæði.

Lánakerfi sem bera vexti sem ákveðið þak og gólf er sett á sem lög frá Alþingi. Lánastofnanir og lántakar hafa svo rétt til að semja um eitthvað þarna á milli. Og eftirlit með þessum lánamöguleikum þarf að vera virkt.

Points

Þetta yrði til þess að meiri peningar færu útí þjóðfæelagið og kæmu til baka ril ríkisins í formi VSK og aðfluttninggjalda og tolla. Og líka beint til innlendra framleiðanda. Ríkið mundi fá meira af tekjum fólks.

Ég væri meira til í að sjá Lífeyrissjóðina sameinaða og að þeir myndu taka yfir íbúðarlánasjóð og halda síðan úti íbúðarlánakerfi. Með þessu væri hægt að slá 3 flugur í einu höggi. 1. Fækka Lífeyrissjónum niður í einn og þar af leiðandi sparast miklar fjárhæðir í óhóflegar eyðslur. 2. Lífeyrissjóðurinn væri þá kominn með öruggt flæði fjármagns sem mundi halda uppi þessari 3.5% arðsemiskröfu sem er krafa allra Lífeyrissjóða. 3. Þá þarf Lífeyrissjóðurinn ekki lengur að treysta á verðtryggingu.

Ekki misskilja, ég er alveg til í réttlátt kerfi.. En, hvað varð um að eiga bara fyrir því sem fólk er að kaupa? Hvað er eðlilegt við það að taka 70-100% lán? Það sem vantar er grundvallar viðhorfs og hugsunarbreyting þar sem fólk byrjar að SPARA frekar en að alltaf lánað fyrir öllu. Það vantar hvöt til þess. Það væri nær að skaffa hávaxtareikninga, 1 á mann, með þaki osfrv. Eins og er hægt að fá í Frakklandi t.d. Ungt fólk leggur pening inn á þessa reikninga og safnar fyrir fyrsta húsnæði.

Ég myndi segja að það sé mikilvægast að jafna áhættu lántaka og lánveitanda. T.d. með því að tengja verðtryggingu lána við launavísitölu því allar leiðir sem ganga gegn hagsmunum lánveitenda munu líklega enda með minna framboði af lánsfé sem svo er uppskriftin að spillingu og klíkuskap. Lausnin er auðvitað að lokum betri hagstjórn og þar með sambærileg kjör og í þeim löndum sem við viljum miða okkur við.

Húsnæðislán þurfa að vera á sambærilegum kjörum og eru t.d. í Danbörku. Lýfeyrissjóðir ættu að fjárfesta í slíkum "húsbréfum". Ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna er hærri en vextir á dönskum húsnæðislánum. --> Breyta þarf Íslenska lífeyrissjóðakerfinu róttækt svo þetta gangi upp.

Þessi hugmynd ein og sér hefur voða lítið gildi. Allir vilja réttlátt kerfi, spurningin er bara hvernig á að útfæra það, hvað er óréttlátt við núverandi kerfi og réttlátt fyrir hvern. Hvernig á ríkið að koma að málinu, o.s.fr. Í rauninni ætti að loka þessari hugmynd þar sem hún er ekki "actionable" og varla með umræðugrundvöll.

Mig langar bara að benda á eitt sem á við í næstum öllum umræðum um efnahagslíf. Það er EKKI hægt að auka kaupmátt almennings án þess að það muni leiða til gengisfellingar. Afhverju?? Jú, það er það mikil eftirspurn eftir gjaldeyri næstum 1-2 ár. Það er því ekki hægt að láta fólkið fá meiri pening, sem að stórum hluta endar í að kaupa erlendar vörur, á því handstýrða gengi sem við höldum úti núna. Megin ástæðn fyrir þessari mikklu eftirspurn í gjaldeyri eru afborganir af lánum (í erlendum gjaldeyri) sem bæði ríkið þarf að greiða, en aðalega fyrirtækja eins og landsvirkjunar. Allir draumórar um að auka veltu og verslun sem skilar meiri tollum og VSK verða allavega að bíða til 2015, ef ekki lengur. Einnig verður að vera þak á þessari aukningu því við verðum næstu áratugina að greiða niður erlendar skuldir bæði ríkis og annara.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information