Útigrill eða útieldstæði við Víðistaðatún

Útigrill eða útieldstæði við Víðistaðatún

Víðistaðatún er vinsælt útivistarsvæði og sérstaklega á sumrin. Lítið er um stærri viðburði þarna lengur og því má breyta túninu og bjóða almennum bæjarbúum upp á fjölbreyttari tækifæri. Frisbihugmyndin sem er verið að ýta í framkvæmd er dæmu um slíkt verkefni. Hitt er að á þessu svæði væri gott að hafa aðstöðu til að grilla eða vera með öruggt útieldsvæði. Svona útigrill eru víða s.s. Heiðmörk, Hvaleyrarvatn og Kjarnaskógi. Víðistaðatún er frábær paradís í dag en gæti verið enn betri.

Points

Á góðviðrisdögum getur verið gott fyrir fjölskyldur og hópa s.s. leikskólabörn að fara í skemmtiferð og upplifa allt það sem túnið og svæðið í kring hefur upp á að bjóða. Það er ekki verra að geta grillað pulsur, bakað brauð eða hitað kakó.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information