Hundagerði

Hundagerði

Setja upp hundagerði í bænum.

Points

Það er hundagerði við Vellina, rétt hjá Hvaleyrarvatni. http://www.hafnarfjordur.is/thjonusta/frettir/nr/2537

Með því að setja upp hundagerði víðsvegar um bæinn eykur það þjónustu við gríðarlegan fjölda hundaeiganda í bænum ásamt því að gefa hundaeigendum fleiri svæði þar sem hundar þeirra geta fengið þá hreyfingu sem þeir þarfnast (ekki nóg fyrir hunda að labba bara í taum).

Að hafa aðgang að góðum hundagerðum er ómetanlegt fyrir hundaeigendur. Bæði geta hundarnir fengið frjálsa hreyfingu inni á öruggu svæði og öðlast um leið reynslu og þjálfun í að umgangast aðra hunda. Jafnframt er þetta kjörin vettvangur fyrir eigendur til að hittast og spjalla saman. Svo má að sjálfsögðu ekki gleyma því að þarna geta hundavinir, sem eiga þess ekki kost að halda hunda sjálfir, heimsótt gerðin og notið nærveru hundanna.

Það skortir á samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í þessu sem mörgum öðrum efnum. Til hagræðingar og kostnaðarlækkunar mætti skapa stærra hundagerði á einum stað miðsvæðis í stað þess að vera með mörg slík.

Hundagerðið hjá Hvaleyrarvatni er ekki nóg svo í þokkabót er það óupplýst, verður að moldarsvaði ef það rignir/snjóar Hundagerði ættu frekar að vera nokkur víðsvegar um bæinn (sbr. í Reykjavík) göngur eru ekki alltaf nóg fyrir hundana og svo væri frábært að geta sleppt þeim lausum með stoppi í afgirtu gerði til að þeir fái þá útrás sem þeir þurfa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information