Kosningaaldur verði 16 ára

Kosningaaldur verði 16 ára

Ég legg það til að kosningaaldur verði færður niður í 16 ára aldur.

Points

Þeir sem eru orðnir 16 ára gamlir eru farnir að taka þátt í þjóðfélaginu.,m.a. að borga skatta.17 ára gamlir mega þessir einstklingar keyra bíl.Þeir mega aftur á móti ekki kjósa fyrr en þeir eru orðnir 18 ára.Það er sjálfsagt misjafnt hversu þessi aldurshópur hefur mikinn á þessu máli,en það á líka við um þá sem eldri eru.Tryggjum þessum aldurshópi þann rétt að mega hafa meira um sín mál að segja og leyfum þeim að kjósa.

Með sömu rökum má segja að það ætti að hækka aldurinn í 20 ár, þar sem 18 ára mega ekki kaupa áfengi. Ég held að þetta sé spurning um þroska og skilning á stjórnmálum, þó að aldur sé ekki endilega mælieining á það. Yngra fólk er áhrifagjarnara og líklegra til að falla fyrir loforðum um spjaldtölvur handa öllum nemendum o.s.fr. Mér finnst 18 ár hæfilegur aldur, en finnst að kennsla á samfélagið, lög og skattamál mætti efla í skólum til að búa fólk undir að hafa meira vit á því sem kosið er um.

Þessi umræða um þau mismunandi réttindi sem fólk öðlast við mismunandi aldursstig skýtur upp kollinum annað slagið. Fólki þykir oft röklaust ójafnvægi ríkja á milli þeirra réttinda sem fólk öðlast við hvert aldursár. Í flest öllum tilfellum er um að ræða einhvers konar huglægt mat á þroskastigi einstaklinga, heilt á litið. Ég held að flestir, sem einhvern tíman hafa verið 16 ára, séu sammála um það að 16 ára einstaklingar eru í meiri hluta tilfella ekki full þroska. Sumir myndu eflaust halda því fram að 18 ára séu það ekki heldur. Ég get ekki stutt þessa tillögu en ég er sammála því hversu huglæg, óræð og órökstudd þessi dreyfing réttinda er. Þar af leiðandi myndi ég mun frekar styðja tillögu sem gengi út á það að sjálfræðis og fjárræðis aldur yrði settur í 18 ár. Þeas. að bílpróf og sjálfræði yrðu færð í 18 ár og sömuleiðis áfengiskaupa aldur. Með því móti væru einstaklingar börn fram til 18 ára en uppúr því fullorðnir einstaklingar með öllum þeim réttindum sem því fylgir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information