Stöndum saman landverðir

Stöndum saman landverðir

Við landverðir erum útum allt og mikilvægt fyrir okkur að geta talað saman, veitt mikilvægar upplýsingar og lært hvort að öðru. Við ráðum nú ekki öllu en það væri sniðugt að geta komið með hugmyndir sem gætu hjálpað hvoru öðru í starfi. Það er að segja þegar við erum ekki ein upp í óbyggðum.

Points

Síðastliðin tvö sumur hef ég unnið sem landvörður og verið svo heppin að hafa stóran og góðan hóp samstarfsfélaga landvarða og annarra samstarfsmanna en mig langar að skapa vettvang til að deila hugmyndum með fleirum. Hvernig eigum við að vekja athygli á landvörðum og þeirri þjónustu sem þeir veita? Hvernig stuðlum við að náttúruvernd? Hvernig er best að eiga ánægjurík samskipti við gesti þjóðgarða og verndarsvæða? Þessar spurningar brenna á mér.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information