Verndum býflugurnar - Takmörkum strax notkun skordýraeiturs

Verndum býflugurnar - Takmörkum strax notkun skordýraeiturs

Takmarka þarf mjög og jafnvel banna notkun skordýraeiturs í görðum og í vissum greinum landbúnaðar. Býflugan á mjög í vök að verjast víða um heiminn, einnig hér á landi. Talið er að óábyrg og kæruleysisleg notkun skordýdraeiturs sé um að kenna t.d. við garðaúðun. Nýjar tegurndir skordýraeiturs eru afar eitruð fyrir allar tekurndir skordýra.

Points

Góð hugmynd Friðrik Hér er áhugaverður hlekkur sem fjallar um náttúruvernd einkum m.t.t. verndun skordýra: http://www.xerces.org/

Býflugur og humlur (randaflugur) er bráðnauðsynlegir hlekkir í vistkerfi jarðarinnar. Án þeirra fjóvgast ekki fjölmargar jurtir. Um þriðjungur fæðunnar á matardiskum okkar eru þangað komin fyrir tilstilli býflugunnar, Apis mellifera. Býflugnasamfélög á mörgum stöðum í heiminum, meðal annars í Evrópu, hafa hrunið á undanförnum árum. Þetta er afar brýnt verkefni í þágu náttúruverndar og vistfræði.

Væri ágæt að halda utan um þær rannsóknir sem styðja þessa hugmynd. Hér er ein nýleg rannsókn til umfjöllunar sem sýnir samband milli fækkun býflugna og aukinar notkunar umbreytts kornsýróps (HFCS) sem fæðu fyrir þær: http://phys.org/news/2013-04-high-fructose-corn-syrup-tied-worldwide.html Þetta eru frekar nýlegar rannsóknir og við ættum að fara varlega í að byggja löggjöf á þeim, gefum mönnum tækifæri á að rýna frekar rannsóknirnar og endurtaka þær.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information