Breyting á skráningu og markaðssetningu jurtalyfja, smáskammtalyfja og á öðrum óhefðbundnum lyfjum

Breyting á skráningu og markaðssetningu jurtalyfja, smáskammtalyfja og á öðrum óhefðbundnum lyfjum

Hugmyndin snýst um að breyta lögum um markaðssetningu og skráningu óhefðbundinna lyfja, t.d. jurtalyfja og smáskammtalyfja. Breytingin myndi fela það í sér að fella úr gildi núverandi reglur um skráningu þessara lyfja og setja þær undir sama hatt og gildir um hefðbundin lyf. Skráningaferli þessara óhefðbundnu lyfja myndi samkvæmt þessari lagabreytingu fylgja sömu kröfum og ferli og hin hefðbundnu lyf þurfa að fylgja. Sömuleiðis væri markaðssetning þeirra sambærileg.

Points

Þessar breytingar nýtast neytendum fyrst og fremst. Með því að samræma lög á milli þessara lyfjaflokka erum við að auðvelda neytendum að taka upplýsta ákvörðun um gagn og gæði þeirra lyfja sem sem neytendum standa til boða. Þau lyf sem ekki standast kröfur og/eða sýna ekki virkni umfram lyfleysuáhrif væru tekin af markaði. Það gagnast bæði neytendum og samfélaginu í heild sinni. Þau lyf sem standast kröfur munu styrkja markaðsstöðu framleiðslufyrirtækja á markaðnum.

gæti ekki verið meira sammála

Lyrika er flogaveikislif en einnig notað við kvíða , það sem mætti gera með þetta lyf er að þeir sem taka lyrika að skifta neitendum í 2 hópa , þeir sem taka lyfið vegna flogaveikinar þeir fái meiri stuðning frá ríkinu vegna nýju lifja lagana

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information