Umferðateppa á Löngulínu við Sjálandsskóla.

Umferðateppa á Löngulínu við Sjálandsskóla.

Endurhanna bílastæði við Sjálandsskóla (Löngulínumegin) þannig að hægt sé að komast heim til sín (bý fyrir innan L-2) á álagstímum. Þar er mikil slysahætta þegar bílum er lagt í röðum við skólann nánast á götunni, þannig að Langalínan verður að einni akgrein.

Points

Rökin eru einfaldlega þau að Langalínan er með tvær akgreinar, nema þar sem þrengingin er. Margir foreldrar barna sem eru í sundi eða íþróttum, leggja bílum sínum á akveginum ef bílastæðin við skólann eru full. Þannig þrengir allverulega fyrir aðra sem þurfa að komast leiðar sinnar inn eða út úr hverfinu. (Eina leiðin)

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information