Endurskoða heildarfyrirkomulag lyfsölu í landinu

Endurskoða heildarfyrirkomulag lyfsölu í landinu

Endurskoða þarf strax heildarfyrirkomulag lyfsölu í landinu, sem er í algjörum ólestri. Lyfjakostnaður sjúklinga er orðinn allt of hár og það skapar hættu ef þeir geta ekki leyst út nauðsynleg lyf vegna fátæktar. Skortur er oft á nauðsynlegum lyfjum, lyfjaúrval er mjög takmarkað og lélegum samheitalyfjum er oft þröngvað upp á sjúklinga.

Points

Ég er alveg til í endurskoðun á lyfjasölu í landinu og ég greiði stjarnfræðilega háan lyfjakostnað. Hinsvegar er ég ekki sammála því að það eigi að hygla dýrari frumlyfjum fram yfir samheitalyf. Samheitalyfin eru nákvæmlega sömu efnin í sama magni, frá öðrum en framleiðandanum sem fann lyfið upp, eftir að einkaleyfið rann út. Afhverju að kaupa það dýrara ef samheitalyfin eru með nákvæmlega sama virka efni? Sama efni virkar á sama hátt. Það þarf engar sérstakar rannsóknir á samheitalyfjum umfram að staðfesta að þetta sé búið til úr sömu efnum og mjög strangar reglur gilda um markaðsleyfisveitingar á lyfjum nú þegar.

Sjúklingar eiga að geta keypt frumlyf á sanngjörnu verði í stað lélegra og illa rannsakaðra samheitalyfja. Í dag hafa sjúklingar oft ekkert val því frumlyfin hafa verið tekin af markaði og ódýrum og oft mun lélegri samheitalyfjum er þröngvað upp á þá. Spurning hvort einungis er verið að hygla innlendum lyfjaframleiðendum, sem byggja tilveru sína á því að selja samheitalyf, sem aðrir hafa þróað?

Allt of algengt er að nauðsynleg lyf séu ekki fáanleg í apótekum ("eru á bið") og sjúklingum er oft boðið upp á léleg og illa rannsökuð samheitalyf í stað frumlyfja. Lyfjaúrval er mjög takmarkað og rannsóknir á lyfjum skortir t.d. á samheitalyfjum. Lyfjakostnaður margra sjúklinga er alltof hár. Því þarf að endurskoða heildarfyrirkomulag lyfsölu í landinu og það strax.

Og hvernig á að tryggja að lyfin verði fáanlega á viðráðanlegu verði? Vandinn er einmitt að ríkið niðurgreiðir lyf. Ef það væri ekki gert myndi enginn kaupa dýru lyfin og framleiðendur yrðu að lækka verðið sem þau rukku fyrir þau. Hátt lyfjaverð er afleyðing of mikillar niðurgreiðslu. Ef það á að grípa frammí fyrir framboði og eftirpsurnarkerfinu, (eða bara markaðslögmálum) þá þarf eitthvað róttækara til. Ég er ekki að segja að það ætti ekki að gera, bara það er ekki bara spurning um ný lög

Aðalatriðið að fram fari rækileg endurskoðun á lyfsölukerfinu og að sjúklingar hafi val, ekki endilega að þeir þurfi ekki að borga neinn kostnað. Það er þó t.d. álitamál hvort það sé t.d. sanngjarnt að sjúklingar sem fæðast með sjúkdóma sem þarfnast ævilangrar dýrrar lyfjameðferðar þurfi alla ævi að standa straum af slíkum kostnaði? Það þarf því að finna skynsamar lausnir á þessum vandamálum. Endurskoða þarf því kerfið frá grunni. Það er aðalatriðið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information