lögleiðing fíkniefna

lögleiðing fíkniefna

lögleiða öll fíkniefni að því leiti að 18 ára einstaklingur getur nálgast það í verlsun sem uppfyllir tilskilin leyfi, skattlagning yrði sú sama og á aðra neysluvöru og efla þyrfti matvæla eftirlitið og yrði það í þeirra verkahring að passa upp á hreinleika efnana samanber áfengi!!

Points

Tómas ég velti fyrir mér hvað eru "Sterkustu" efnin eru það efni sem ekki eru lögleg í dag og sterkari en áfengi? eða er það það sem D.A.R.E. í usa hefur ranglega haldið fram síðan á nixon tímabilinu eða ?

Mér finnst of langt gengið að lögleiða öll fíkniefni á einu bretti. Byrja mætti á að lögleiða kannabis og sjá hvert sú breyting myndi leiða. Svo eru til millistig á milli þess að gera efni lögleg fyrir alla og gera eins og er í amk einu Evrópu landi, þar sem fíklar í sterkari efni geta komið og fengið efnin frítt með því skilyrði að þeim sé neytt á staðnum, svo að fíklarnir séu ekki að stunda glæpi til að fjármagna neyslu og séu í öruggu umhverfi þegar þeir neyta efnanna.

endilega hefjið umræðu uu kosti og galla þessarar hugmyndar og flott væri ef þeir sem eru á móti segja afhverju

Tómas lestu þér til áður en þú ferð að tala. Nei það segir sig ekki sjálft, enda eru lsd, sveppir og MDMA venjulega flokkuð skaðminni en Kanabis.

LSD og e-töflur eru hættu minni en kannabis og áfengi .... amfetamín er hættulegra en kannabis hættu minna en áfengi ... nú er ég ekki að segja að þetta sé ekki hættulegt bara að benda á að nákvæmar óháðar ransóknir sem hafa verið gerðar eru langt frá því sem að D.A.R.E. hefur haldið framm þannig að þessvegna er þetta pínu snúið ekki það að heróín er náttúrulega 1 ópíum efnið sem er bannað sem er kjánalegt því að morfín og kóden eru jafnhættuleg enda í 1 sæti yfir hættulegustu vímuefni í heimi... kókaín er jafnramt hættlegt efni en hefur þó sýnt framm á að hafa áhveðin læknisfræðileg gildi svo að ef það á að lögleiða á þeim grundvelli (samnber morfín, kodein og allaf verið að berjast fyrir lögleiðingu kannabis) þá ætti kók að vera þar líka .... ég er ekki að segja að ég sé á móti heldur þá er staðreyndin sú að ransóknir sem gerðar eru af óháðum aðilum sýna allt aðra mynd en þá sem að USA "fíknó" pretikar yfir heimsbygðinni og fólk étur upp í stórum stíl....

Ef þú horfir bara á hvernig gengur í Portúgal þá er þetta klárlega lang besta hugmyndinn. Lögleiðing kannabis og "afglæpun" notenda fíkniefna er lágmark. Komum fram við fíkla eins og sjúklinga, ekki sem glæpamenn. Ef þú efast um kannabis, gerðu þér greiða og horfðu á þessa mynd; http://youtube.com/watch?v=lgVTRzdCMV0 Enginn á að geta neytað þér að njóta kannabis. Sérstaklega ef fólk "má" njóta áfengis sem veldur gríðarlegum skaða, sérstaklega gegn ungu fólki. Kannabis hjálpar líka sjúklingum.

svo er annað mál að ákveða þyrfti aldurstakmark á neyslu kannabis væri það lögleitt.. 16 ára? 18 ára? 20 ára?

Það er eitt að lögleiða kannabis og annað að lögleiða hegðunarbreytandi fíkniefni. Sterku fíkniefnin yrðu notuð í meira magni, notuð víðar og af fleirum. Það hefur áhrif á samfélagið þegar fíklar geta ekki lenguð verið virkir samfélagagsþegnar eða aukin hætta verður á að aðrir en þeir sem neyta efnanna verði fyrir barðinu á þeim. Auknar líkur væru að öllum líkindum á umferð "læknisdóps" og sala yrði mun einfaldari þar sem ef einstaklingur yrði gripinn með fíkniefni sem hann ætlar sér að selja ge

nú er því haldið fram að lögleiðing myndi auka neysluna sem er alsekki rétt enda í þeim löndum sem leingst hafa gengið í lögleiðingu fíkniefna hefur neysla ekki aukist eins og hér er hladið fram svo er sorglegt til þess að vita að eingöngu 2 fíkni efni sem eru bönnuð með öllu eru sterkari en áfeng hin eru veikari... það er kókaín og heróín... ef að fólki lið betur þá væri hæglega hægt að seta svoan "siðferðis" þröskuld við áfengi eins rangt og það er ....

vímu, sem áfengi veldur t.d. líka, og því þarf að setja þá niður reglur eins og þær að ólöglegt sé að keyra undir áhrifum kannabisreykinga o.fl. Þetta er mjög flókið mál og hér er ekki hægt að setja öll fíkniefni undir sama hatt hvað varðar lögleiðingu. Sum efni hafa einfaldlega alltaf áhrif á allt samfélagið, ekki bara einstaklinginn sem nota þau.

ég yrði á móti sterkustu efnunum, en kannabisefni mætti lögleiða. sérstaklega þar sem ég tel að hægt sé að nýta þau á læknisfræðilegan hátt.. eins og er byrjað að gera í california í bandaríkjunum.. þó veit ég ekki um önnur efni. kanski væri betra að afglæpa þau frekar en lögleiða?

Með því að fara að vinna með fíkniefnaneytendum í stað þessa að elta þá og fangelsa skapast grundvöllur fyrir samstarfi við að sigrast á fíkn neytandans, mannúð tekur við af einelti. Með því að leyfa viðurkenndum aðilum að selja fíkniefni er hægt að tryggja hreinleika efnanna og koma í veg fyrir dauðsföll og sýkingar vegna íblöndunarefna í fíkniefni. Með því að koma upp aðstöðu fyrir neytandann og tryggja hreinlæti má draga úr smitun á lifrabólgu, HIV ofl sjúkdómum og sprautunálum á víðavangi.

selja getur hann einfaldlega sagt að hann sjálfur ætli að nota þau. Bara lyf eins og sterar geta gert rólega manneskju ofbeldisfulla. Þetta er mál sem þarf að íhuga vandlega. Hins vegar með kannabisisð, þá hefur enn enginn "overdose-að" á því, fólk verður rólegt, frekar en æst og er fyrirferðalítið. Þar þarf samt að íhuga þá skemmd sem verður á heila og öðrum líffærum sem verður við þá neyslu og að það að reykja kannabis veldur dómgreindarskorti og vím

lögleiðin og skattlangning Allra fíkiniefna myndi eyðileggja "unirheimana" og staðreyndinn er sú að fæstir ef einhver er að fara að hlaupa útí búð að kaupa heróín bara útaf því að það er löglegt en með þvi að hafa allt löglegt þá er hægt að láta þetta fara eftir heilbriðgis löggöf um hreinleika efna og annað fyrir utan það þá er stríðið gegn fíkniefnum lögu tapað og veldur meiri skaða en það gerir gott

lsd... heróín.. kókaín...e-töflur.. segir sig nokkurn veginn sjálft.. sveppir eru einhvern veginn í milliveginum held ég..

Með því að leyfa fíkniefni má draga úr kostnaði við fangelsun og vistun, kostnaði í heilbrigðiskerfinu sem og fjarlægja fjárhagshvatan fyrir starfsemi glæpamanna sem þrífast á boðum og bönnum. Þegar refsingar ógnin hefur verið fjarlægð getu neytandinn snúið sér til lögreglu með umkvörtunarefni í stað þess að búa við ógnanir handrukkara og kúgun fíkniefnasala. Lögleiðing ætti að draga úr vændi, þjófnaði og ýmsu sem neytendur gera til að fjármagna neyslu og skapa færi fyrir hjálp við afeitrun

Það er fullkomlega siðlaust að gera fíkniefni að markaðsvöru. Við eigum að afglæpavæða fíkniefni og líta á fíkn sem heilbrigðisvandamál en það ætti ekki að leyfa neinum að græða á því að selja fíkniefni. Það væri hægt að selja það í apóteki á kostnaðarverði þannig að fíklar og þeir sem myndu kjósa að nota þessi efni gæti fengið þau hrein og "örugg".

Það virkar ekki að banna vöru sem hefur eftirspurn, eina sem það gerir er að íta framleiðslu og sölu hennar í hendur glæpamanna og refsað fíklum sem þurfa hjálp fyrir vikið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information