Setjum lög um að veita Edward Snowden ríkisborgararétt.

Setjum lög um að veita Edward Snowden ríkisborgararétt.

Eins og Bobby Fisher fékk ríkisborgararétt með lagasetningu þar um vegna þess að hann var í raun landlaus maður á flótta undan hinni oft á tíðum stórundarlegu réttvísi Bandaríkjanna getum við allt eins gert slíkt hið sama fyrir Edward Snowden sem af einstakri fórnfýsi fyrir mannréttindi steig fram og ljóstraði upp um stórkostleg brot Bandarískra stjórnvalda á mannréttindum ekki bara sinna eigin þegna heldur alls heimsins.

Points

Það myndi létta af Edward Snowden þeirri þraut að þurfa að fljúga hingað í óvissu um viðbrögð stjórnvalda við bón hans um pólitískt hæli. Það myndi líka vera til þess að hann þyrfti ekki að biðja um pólitískt hæli hér eða annars staðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information