Áfallahjálp fyrir maka eftir erfiðar fæðingar

Áfallahjálp fyrir maka eftir erfiðar fæðingar

Þegar eitthvað fer úrskeiðis í fæðingu eru makar oftast þeir sem eru inni á fæðingarstofu þegar hún fyllist af læknum, tólum, tækjum og er þeim annað hvort vísað út eða þeir horfa á ósköpin. Þessir aðilar þurfa á streituhjálp að halda alveg eins og mæðurnar. Það á að vera regla að bjóða áfallahjálp til beggja foreldra eftir erfiðar fæðingar.

Points

Þetta er mál sem starfsmenn sjúkrahúsanna eiga að vera meðvitaðir um og er spurning um skipulag á þeim bæjum. Góð ábending því makar og ættingjar vilja oft gleymast.

Þess má geta að ég sendi þetta líka á forstjóra Landsspítalans þar sem mér datt allt í einu í hug að kannski þyrfti Alþingi ekki einu sinni að koma að málunum.

Við erum stolt þjóð en það að horfa upp á ástvin og afkvæmi í bráðahættu hefur djúpstæð áhrif á sálarlífið. Við leitumst oftar en ekki eftir aðstoð en þiggjum hana frekar ef hún er boðin. Nógu erfitt er að sjá um hvítvoðung og ef makar þurfa að hora upp á sogklukkur og blóð í fæðingu þarf að vinna úr því strax. Þessi þjónusta á að vera í boði og boðin eins og hún sé sjálfsögð.

ég horfði upp á fyrverandi eiginkonu mína fara í gegnum fæðingu þar sem að það þurfti að hjálpa syni mínum mikið til að komast í heimin og halda lífi.... við konan skyldum 6 mánuðum seinna vegna gríðarlegar örðuleika sem komu upp vegna kvíða og annara kvilla hvorugt okkar fekk hjálp vegna þess að hún átti úti á landi... nú nokkrum árum seinna sést ekki fyrri endan á þeim Andlega skaða sem svona áfallafæðing getur haft í för með sér...þetta er 1 af alltof mörgum brotalömum í geðbatteríinu

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information