Bætt aðgengi gangandi vegfarenda/skólabarna að Öldutúnsskóla

Bætt aðgengi gangandi vegfarenda/skólabarna að Öldutúnsskóla

Breyta gangbrautum og gangstéttum sem liggja frà Kinnahverfi að Öldutúnsskóla.

Points

Sammála að gera þarf margvíslegar breytingar svo að umferðaröryggi batni í Öldutúnsskólahverfinu. Merkingar eru á ýmsum stöðum ómarkvissar og jafnvel ruglandi. T.d. er gangbraut á gatnamótum Selvogsgötu og Hringbrautar sem er alveg stórhættuleg; líka fyrir fullorðna. Sú gangbraut virðist heldur ekki vera nógu vel merkt sem slík, margir bílar þeysa þarna framhjá án þess að taka nokkuð tillit til gangandi vegfarenda.

Að fara 2x yfir götu á merktri gangbraut eða fara 6x yfir götu á merktri gangbraut á leið í skólann eru eiginlega eins góð rök og hægt er að hafa það. Börn úr Kinnunum sem þurfa að fara " skrifstofu" megin inn í skólann er beint yfir götu 6x því það er öruggasta leiðin og þurfa m.a. að fara 2x yfir Öldutúnið sjálft. Það er augljóst að þetta er fáránlegt og svo kvarta bílstjórar yfir að þau gangi á götunni eða ekki yfir á merktum gangbrautum.

Það má líka halda þvi til haga að þær fáu gangstéttar sem eru á leiðinni hafa verið mjög illa mokaðar síðustu ár

Það þarf að skða heildstætt hvernig hægt er að minnka umferðaráhættu í kringum skólann og reyndar í hverfinu öllu. Sums staðar enda gangstéttir og til dæmis komast börn ekki á gangstéttum og gangbrautum frá Bárukinn að aðalinngangi skólans við Öldutún nema að ganga fyrst í átt frá Öldutúni og ganga inn á skólalóðina frá Víðihvammi. Þessi staðreynd veldur því að börn freystast til að ganga yfir götur þar sem ekki er til þess ætlast.

Þegar nemendur sem ganga í Öldutúnsskóla ganga í skólann frà Kinnahverfi eru gangbrautir illa merktar og ætlast til að þeir gangi yfir gangbraut við Öldugötu en gangbraut er ekki yfir götuna þar sem umferð kemur bara úr einni àtt sem ætti að vera öruggara. Við Öldutúnsskóla er síðan gert ràð fyrir að þeir fari yfir Öldutúnið við Selvogsgötu og svo aftur yfir sömu götu við skólann því engin gangstétt er skóla megin. Öryggi barna við skólann er því verulega àbótavant og ekki við skólann að sakast

Tek undir allt sem hefur verið skrifað hér. Þrengja þarf Öldugötuna til að draga ur hraða og hækka upp gangbrautirnar, og auðvitað eiga að vera gangstettir báðum megin í Öldutúninu. Síðan er pæling að Öldutunið sé einstefnugata milli kl 8 og 17 á daginn þannig að skólaumferðin sé bara í eina átt líkt og er við Engidalsskóla. Myndi draga töluvert úr slysahættu.

Styðjum undir - gangbrautir eru víða aðeins örðu megin gatna, og bílstjórar keyra ýmis hratt eða stoppa varla þegar skólabörn þvera götuna. Að okkur mati mætti bæta við hraðahindrun, þrengingu og gangbraut við Öldugötu/Öldutún (nú beygja bílar oft hratt úr Öldugötu í Öldutún, og krakkar eru ósýnilegir bak við bíla á bílastæðum). Gangbraut við Selvogsgötu/Öldutún er betri, en umferð er mjög mikil, sérstaklega foreldrar sem skutla börnin sín í skóla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information