Klára viðræður við ESB.

Klára viðræður við ESB.

Ég vill sjá að ný stjórn klári viðræður við ESB.

Points

Viðræður við ESB hafa verið byrjaðar afhverju ekki klára þær og sjá hvað okkur býðst. Erum við virkilega að spara mikla penninga á því að hætt viðræðum? Ég mundi vilja kvetja ný stjórn til að klára þetta sem fyrst og ljúka þessum kafla.

Ekki nóg með það að samfara þessu "samningaferli", þá erum við hægt og rólega að taka upp þá löggjöf sem fylgir því að vera í ESB, þá kostar helling af peningum að standa í þessum viðræðum. Þjóðin vill hvort eð er ekki ganga í ESB og það er ekkert umsemjanlegt nema tímabundnar tafir á að einhver minniháttar ákvæði taki gildi. Hættum að henda peningum, tryggjum sjálfstæði þjóðarinnar og höfnum ESB!

Svíar urðu að fórna hluta af gegnsæi í stjórnsýslunni við inngöngu í ESB. Beint lýðræði er eingöngu leyfilegt innan þess ramma sem valdastofnanir ESB skammta okkur. Reglur ESB eru yfirþjóðlegar sem þýðir að að domstoll sammbanndsins er eiginlega hæstiréttur aðildaríkjanna. Það kemur mér enn fremur spanskt fyrir sjónir að flokkur sem í eðli sínu er mótfallinn glóbaliseringu skuli styðja ESB sinna á Alþingi. ESB er glóbalisering. ESB aðild hlýtur að vera lykkja á leiðinni að beinu lýðræði.

Ef þessar viðræður verða ekki kláraðar, þá mun ESB/Ekki ESB verða bitbein í íslenskum stjórnmálum a.m.k. næsta áratuginn. Með því einu að klára viðræðurnar og leggja þetta í þjóðaratkvæði verður hægt að leggja þetta mál til hvílu, og komast að því hvort þetta séu í raun samningaviðræður eða aðlögunarviðræður eins og sumir vilja halda fram.

Það er algengur misskilningur í þessu landi að Íslendingar séu að "semja" við ESB. Það eru engar samningaviðræður í gangi af þeirri einföldu ásætæður að samningar eru ekki í boði, einungis innganga í ESB, þ.e. aðlögum að ESB eða ekki. Íslenska þjóðin ætlar ekki og vill ekki ganga í ESB. Til hvers ættum við þá að halda áfram aðlögun að ESB? Ef menn vilja "sjá hvað er í pakkanum" þá geta þeir lesið Lissabon sáttmálann http://vidhorf.blog.is/blog/vidhorf/entry/1095836/

Mér finnst mjög varasamt að nota orðalag eins og "Íslenska þjóðin ætlar ekki og vill ekki ganga í ESB" í rökfærslum þar sem höfundur getur hreinlega ekki vitað hug þjóðarinnar allrar án þjóðaratkvæðagreiðslu.

Og enn slær fólk því fram að það viti vilja þjóðarinnar án þess að á því hafi verið gerð markverð mæling. Í því skyni vil ég benda á að á þessari síðu eru þrefalt fleiri hlyntir því að klára viðræðurnar en þeir sem eru andvígir. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að það sé vilji þjóðarinnar en í það minnsta sýnir það meirihluta vilja þess hóps sem tjáir sig hér. Setningar eins og "Þjóðin vill hvort eð er ekki ganga í ESB " eru ekki rök svo lengi sem það er ekki sannanleg staðreynd. Varðandi kostnaðinn við upptöku löggjafar ESB þá vil ég benda á að stærstan hluta þeirra löggjafar þurfum við hvort eð er að taka upp svo lengi sem við tilheyrum EES og ég býð ekki að við færum að segja okkur úr því.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information