Setja reglur um hvernig má auglýsa sykurvörur í verslunum

Setja reglur um hvernig má auglýsa sykurvörur í verslunum

Það er faraldur á Íslandi. Við erum of feit og það eru sykurvörur allstaðar. Það ætti að setja svipaðar reglur og gilda um auglýsingar á reykingar vörum. Of mikið sykur át og þar af leiðandi offita er nálægt því að vera jafn hættuleg og reykingar. Ekki miskilja, nammi er frábært og margar góðar íslenskar tegundir en það þarf að stemma stigu hvernig verslanir taka fólk alveg á sálfræðinni og ýta manni út í að kaupa sykur.

Points

Samkvæmt RÚV er Ísland núna feitasta þjóð Evrópu. http://www.ruv.is/mannlif/feitasta-thjod-evropu . Til dæmis þá er alltaf sælgæti þegar maður kemur að kassanum og bíður í röð. Og þetta er allt saman útreiknað og prófað af verslunum hvaða sykurvörum við erum veikust fyrir. Ef þú ferð í ToysRus þá er á kassanum ekki hægt að kaupa vatn en það er ágætis úrval af nammi. Af hverju er selt nammi á kassanum í ToysRus?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information