Fríska upp á leikvöll í Hrísmóum

Fríska upp á leikvöll í Hrísmóum

Leiksvæðið í Hrísmóum er komið til ára sinna og orðið nokkuð þreytt. Það væri gaman ef umhverfið væri lagað til og leiktækin væru endurnýjuð og þeim fjölgað. Væri líka gaman að bæta við ungbarnarólu.

Points

Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar. Þessi hugmynd komst áfram í kosningaferlið í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Við hjónin búum í Hrísmóum 1 og vorum að eignast okkar fyrsta barn. Sjáum fyrir okkur að nýta þetta leiksvæði einstaklega mikið þegar búið verður að lagfæra það. Finnst það stafa hætta af því eins og það er í dag. Þetta yrði ótrúlega góð viðbót við þetta frábæra hverfi.

Leiksvæðið í Hrísmóum er komið til ára sinna og orðið nokkuð þreytt. Það væri gaman ef umhverfið væri lagað til og leiktækin væru endurnýjuð og þeim fjölgað.

Frábær hugmynd að fríska upp á þennan leikvöll. Það er töluvert af ungum börnum í hverfinu og líkur á að þeim fjölgi á næstu árum.

Hrísmóar eru ein fjölmennasta gata Garðabæjar. Þar búa fjölmargar barnafjölskyldur. Það er kominn tími á að fríska upp á leikvöllinn.

Við búum með barn í hrísmóunum og notum hann af og til, væri frábært að sjá hann tekinn í gegn!

Já þetta er svo satt og algjörlega rétt, öll barnabörnin sem koma þarna í heimsókn, frábært

og lika æfingatæki eins og í Sjálandi fyrir fullorðna.

Viðhalds er þörf :-)

Fer stundum með barnabarnið og þessi leikvöllur þarfnast svo sannarlega upplyftingar í sama anda og leikvellir í nágrenninu eins og í Kjarrmóum og Lundunum sem eru orðnir virkilega fínir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information