Rífa múrana á útisvæðinu í Sundhöll Hafnarfjarðar

Rífa múrana á útisvæðinu í Sundhöll Hafnarfjarðar

Rífa niður múrana sem umlykja pottana á útisvæðinu, setja gisið grindverk eða glerveggi og opna á útsýnið út yfir sjóinn og bæinn.

Points

Rétt hugsun. Enda eru múrarnir komnir á tíma þar að auki.

Það væri hægt að hafa glerið þannig að það sjáist bara bara frá pottasvæðinu út á sjóinn, ekki inn að pottavæðinu frá götunni

Virkilega góð hugmynd, magnað útsýni þarna við sundlaugina, þessi framkvæmd myndi örugglega fjölga gestum í laugina.

Opnun múranna myndi lífga uppá útisvæðið og gera lífið í Sundhöllinni sýnilegra fyrir þeim sem eiga leið hjá.

Þessi hugmynd steinliggur alveg. Glerveggir til að fá útsýni og skjól yrði frábær framkvæmd.

Hef margoft hugsað hvað það er akkúrat leiðinlegt að ekki sé hægt að horfa út á sjóinn. Þá er tilvalið að fara í þarfar viðgerðir á sundlauginni á sama tíma.

Það væri kannski hægt að útbúa sjósundsaðstöðu við pottasvæðið um leið og múrinn yrði felldur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information