Sleðabrekka Álftanesi

Sleðabrekka Álftanesi

Það væri frábært að það væri búin aftur til almennileg sleðabrekka fyrir börnin á Álftanesi. Hér áður fyrr léku börnin á Álftanesi sér mikið í þessari brekku sem staðsett var við skólan, síðan var hún fjarlægð.

Points

Já takk, endilega sleðabrekku. Sárlega vantar og myndi hvetja mikið til útiveru og hreyfingar hjá börnum. Bráðsniðugt tól til að auka lýðheilsu og samverustundir fjölskyldunnar því foreldrar fara gjarnan með.

Það vantar sleðabrekku. Þetta er mjög heilbrigður og ódýr leikur þar sem allir geta leikið saman.

Eins gaman það var fyrir börnin að fá ærslabelginn síðasta sumar þá var hann settur upp á bestu sleðabrekkunni. Væri snilld og mikið notað ef gerð væri ný sleðabrekka á öruggum stað, ekki nálægt götu.

Þurfum að fá lengri og breiðari sleðabrekku, mundi gjörbreyta núverandi stöðu og tryggja að krakkarnir yrðu miklu oftar og lengur úti í snjónum að ærslast

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information