Göngustígur meðfram sjóvarnargarði á Álftanesi

Göngustígur meðfram sjóvarnargarði á Álftanesi

Það sárvantar göngustíg meðfram sjónvarnagarðinum á Álftanesi, sem nær frá Hliði á Suðurnesinu út að enda á Norðurnesinu.

Points

Algjör óþarfi að troða göngustíg þarna

Þarna hefur aldrei verið göngustígur, þó að fólk gangi um svæðið, því er töluvert um fuglalíf sem heldur til í friði og ró. Það eru fjölmargir aðrir möguleikar á gönguleiðum á nesinu sem trufla ekki fiðurfénaðinn sem hefur haldið þarna til árum saman. Það hlýtur að vera hægt að hafa einhver svæði við sjávarsíðuna þar sem ekki er rótað og gramsað. Vilji fólk ganga þennan spöl þá er það að sjálfsögðu ekkert mál og ætti að vera öllum meira gefandi að ganga í óspilltri guðsgrænni, enda sveit í borg.

Frábær hugmynd

Frábær hugmynd! Mikilvægt fyrir bæjarbúa. Það er einmitt skortur á göngustígum í bænum.

Þetta er útivistarperla við sjóinn með dásamlegt útsýni til Keilis sem rís eins og píramídarnir í Giza við sjóndeildarhringinn og það á að gera fólki kleift að spássera við öldugljáfur frekar en í umferðarniði og ryki.

Frábær hugmynd!

Já þetta væri frábært við hlið reiðstígsins

Frábær hugmynd sem við fjölskyldan mundum svo sannarlega nýta okkur mikið!

Göngustígur meðfram sjóvarnargarði á Álftanesi

Vont mál

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information