Gróðurhúsarparadís á Bakka við Húsavík.

Gróðurhúsarparadís á Bakka við Húsavík.

Í stað þess að byggja kísilverksmiðju á Bakka legg ég til að byggt verði risa-gróðurhús. Þar verði hægt að rækta allt grænmeti og ávexti fyrir innanlandsmarkað, stunda rannsóknarstörf, ferðaþjónustu og þjónustu við aldraða. Þetta myndi skapa mikla atvinnu og fjölbreittni bæði í framleiðslu á mat og ferðaþjónustu í nágrenni Húsavíkur. Nánar má lesa um tillöguna hérna: http://palmieinarsson.blogspot.com/2013/03/fruin-i-hamborg.html

Points

I staðin fyrir að stoppa framkvæmdir sem þegar eru fjármagnaðar og í góðum farveg, þá þarf að setja inn tillögu sem felur í sér þrýsting á Landsvirkjun til að horfa í átt til risa gróðurhúsa þegar kemur að verðlagningu rafmagns til þessara aðila. En að ríkið fari í sérstaka aðgerð til að stoppa Bakka með þann tilgang að búa til ríkis rekin gróðurhús er ekki farsælt, .þetta er verkefni fyrir einstaklingsframtak, en það þarf að skoða hvort þessi gróðurhús geti fengið stóriðjugjald á rafmagni

Helstu rök fyrir nýrri verksmiðju á Bakka við Húsavík er auðvitað atvinna og að nýta orku landsins. Sjálfum finnst mér tími til komin að við notum orkuna okkar fyrir okkur Íslendinga en ekki gefa hana erlendum aðilum sem síðan græða á tá og fingri og skilja lítið sem ekkert eftir í landinu. Með því að byggja risagróðurhús getum við bæði framleitt mat og búið til afþreyingarparadís fyrir fjölskyldur okkar. Lagt yrði til að hluti af byggingunum hýsi aldraða og yngri kenni eldri og öfugt.

Ríkið á ekki að eiga frumkvæði að framkvæmdum eða rekstri í hagnaðarskyni. Slíkt ætti að vera á vegum einkaaðila, sem ríkið svo skattleggur. Ríkið ætti einungis að stunda framkvæmdir og rekstur í þjónustu við almannahag og öryggi ríkisins.

Ég styð þetta með þeim fyrirvara að atkvæði mitt ætti að túlka sem stuðningsyfirlýsing þess að skoða þetta mál nánar. Kannski virkar þetta, kannski virkar þetta ekki.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information