Sjósund á Álftanesi

Sjósund á Álftanesi

Á Álftanesi eru frábært aðgengi að sjónum en það vantar aðstöðu fyrir þá sem vilja stunda sjósund. Það gæti verið td fyrir neðan golfvöllinn eða hjá Seylunni, þar er mjög góð fjara. Þessi íþrótt er alltaf að verða vinsælli og væri spennandi viðbót við útivistina á Álftanesi fyrir alla Garðbæinga.

Points

Frábær hugmynd, mæli með.

Það væri mjög góð viðbót við náttúruparadísina Álftanes ef fólk getur farið að synda með fuglunum í sjónum og haft til þess góða aðstöðu.

Algerlega stöngin inn. Væei besti sjosundstaðurinn a svæðinu við fallegasta sólarlagið

Íþrótt sem sífellt fleiri stunda og kjör aðstæður.

Mæli með þessu sem fyrst, hægt að notast við affallsvatn til hitunar á pottum.

Nauthólsvík er algjörlega sprungin og nú er það svo að það er biðröð að komast þar að í búningsklefa og heita pottinn... alla daga vikunnar þegar opið er. Sjósundið hefur orðið gífurlega vinsæl heilsubót á sl. árum enda með því betra sem hægt er að gera fyrir sig! Hér er klárlega frábært tækifæri til að bjóða upp á aðstöðu - þá alla vegana afdrep til að klæða sig og ekki væri verra að hafa rennandi vatn til að skola af sér sandinn. Helguvíkin er tilvalin

Yndislegt að synda við Álftanesið og væri gott að fá heitan pott

Bíla aðgengi er gott á þessum stað og því tilvalið að fá sjósundaðstöðu þarna.

Gott fyrir andlega og líkamlega heildu 👌

Frábært að auka fjölbreytileika á útivist á Álftanesinu.

Frábær hugmynd.

Margir setja fyrir sig aðstöðuleysi á Álftanesi fyrir sjósund. Með almennilegri aðstöðu verður ástundun meiri og sjósund er talið allra meina bót. Nauthólsvík er löngu sprungin og því mun aðstaða á Álftanesi verða vinsæl. Frábær viðbót við aðra líkamsrækt og góð heilsuefling. Hraustir íbúar = Ánægðir íbúar.

Frábær staðsetning og góð viðbót við möguleika til útivistar í Garðabæ.

Ég er allur á iði og æstur að komast í sjóinn. Þetta er frábær hugmynd.

Snilldarhugmynd, kjöraðstæður og góð heilsubót.

Mæli svo sannarlega með þessu, snilldar hugmynd!!!

Tilvalið!

Nota leiruna til sjósunds mikið og frekari aðstaða væri frábært framtak.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information