Landverðir með valdheimild

Landverðir með valdheimild

Landverðir standa ráðþrota gegn umhverfissóðum og lögbrjótum. Þeir eiga erfitt með að grípa inní til að framfylgja lögum vegna skorts á þjálfun og valdheimildum. Hægt er að laga þetta með því að senda landverði í lögregluskólann og gera landvörslu að nýju lögregluembætti undir ríkislögreglustjóra í samstarfi við umhverfisstofnun.

Points

Starfsvið landvarða er náttúruvernd í mjög víðum skilningi,en oft eru önnur verkefni þó á dagskrá. Ein helst leið til náttúruverndar er fræðsla og þess vegna er upplýsingagjöf til ferðamanna eitt lykilhlutverk landvarða, auk þess að veita ýmis konar þjónustu. Landverðir eru alls ekkert ráðþrota gangvart náttúruspjöllum, en þar sem fólk skortir þekkingu, veitir ekki eigin hegðun athygli eða í örfáum tilfellum, veldum mjög meðvitað skemmdarverkum, er vissulega leiðinlegt að horfa upp á sum tilvik, þá mætti kannski sjá hag af því að landverðir hafi meiri valdheimildir, en að gera landvörslu að starfssviði lögreglu myndi gjörbreyta eðli starfssins. Landverðir eru t.d. oft staðarhaldar og sinna allt öðrum störfum en lögregla. Þó mætti eflaust bæta samstarf þarna á milli. En það væri gaman að heyra um dæmi um tilvik þar sem fólk teldi ganglegt að landverðir gætu viðhaldið alsherjarreglu á ferðamannastöðum.

Ömögulegt er að færa störf landvarða undir lögregluembætti enda gjörólík starfssvið. Lögregla sinnir löggæslu en landverðir sinna fræðslu sem stuðlar að náttúruvernd, auk þess að vera sinna ýmis konar þjónustu við ferðamenn.

landvörður er oft næsti tiltæki ríkisstarfsmaðurinn með einhverjar heimildir og skyldur víða um land. En stundum kalla málefnin á það að valdi sé beitt á hátt sem lögreglan ein hefur heimild til að beita. Með því að senda landverði í lögregluskólann og gera landvörslu að lögregluembætti, þá má nýta þessar valdheimildir í þágu náttúru, lands og halda uppi alsherjarreglu á ferðamannasvæðum.

Landverðir geta haft álíka valdheimildir og Landhelgisgæslan, þ.e. stöðva náttúruskemmdir með því að stöðva ökutæki, úthluta sekt eða halda þeim þar til lögregla kemur og tekur við málinu. Einnig geta landverðir bannað aðgang og ágang fólks undir ákveðnum kringumstæðum og framfylgt því banni með boðvaldi. Nýlega hefur verið gerð ákvörðun um að færa lögreglukennslu frá Ríkislögreglunni og þá opnast tækifæri að samræma menntun ólíkra aðila sem hafa valdheimildir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information