Regnskógur

Regnskógur

Byggja þrjár stórar glerkúlur ( gróðurhús ). Þetta væri þá nyrsti regnskógur í heimi. Danir eru með slíkan regnskóg í borginni Ranners og gengur mjög vel og skapar 120 störf. Við höfum nóg af jarðvarma bæði í Laugardalnum og tildæmis við bláa lónið. Við fengjum mikinn gjaldeyri vegna ferðamanna og svo eru skólarnir líka að nota þessa aðstöðu fyrir náttúrufræði og þessháttar. Þarna gætu hljómsveitir spilað og svo væru þarna básar fyrir listamenn. Tropical forrest..:)

Points

að hér er ekki tropical... hér lifir fólk á norður hjara veraldar og það með sæmd?

Gæti fallið vel að umhverfi, góð nýting á jarðvarma, gaman að skoða að vetritil og upplifa hitabeltisvarmann innan um jafnvel fiðrildi, fugla og fl nú fá sér jafnvel hressingu, ávexti og þessháttar. Nú kennarar kæmu með nemendur til fræðslu og ferðamenn kæmu með gjaldeyri. Þetta gæti verið áfangastaður sem fólk kæmi til aftur og aftur ef vel tekst til. Gróður, fossar, lækir, hengibrýr og þessháttar.

Frábær hugmynd. Hef sjálf lengi gengið með svipað í kollinum. Vil gjarnan sjá sem víðast um landið skemmtilega nýtingu á jarðvarma, risastór gróðurhús og heilsulindir. Selja ferðamönnum kaffi og banana frá Íslandi! Helst vildi ég einnig leyfa ræktun á grasi sem selt yrði í ,,coffee-shops" undir eftirliti og tel að slíkt fyrirkomulag myndi kippa fótunum undan neikvæðri neðanjarðarstarfsemi auk þess að útvega umtalsverðar tekjur til ríkissjóðs og skapa jákvæða ímynd um Ísland.

Er þetta ekki hugmynd sem er hægt að útfæra á markaðslegum forsendum?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information