Fullt gjald fyrir nýtingarrétt á auðlindum hafsins strax.

 Fullt gjald fyrir nýtingarrétt á auðlindum hafsins strax.

Það telst til mannréttinda að nýta auðlindir hafsins þannig að enginn beri skarðan hlut frá borði. Þessi auðlind, eins og aðrar auðlindir landsins, tilheyra þjóðinni. En þar sem hún getur ekki öll lagt í fiskveiðar eins og hún leggur sig, þá greiði þeir sem róa fullt gjald fyrir aðgang sinn að þessari auðlind. Þetta er sanngirnismál, sem óþarfi er að rökræða nánar.

Points

Þetta mál er þannig vaxið, að mjög auðvelt er fyrir þá sem hafa nýtingarréttinn (þá sem fengu hann upp í hendurnar ókeypis), að flækja málið á hugvitssamlega hátt. Og það hafa þeir gert, ansi hraustlega, mörg undanfarin ár. Það breytir engu, þeirra er ekki auðlindin. Hún er okkar.

Ég hef aldrei séð þá skýringu. Hvers vegna getur kvóti ekki myndað ásættanlegt raunverð, með því að setja hann á markað, og láta markaðsverð gilda? Reyndar geri ég mér grein fyrir 2 hlutum. Arður greinarinnar getur minnkað en það gerist með því að ríkið græðir krónu á móti krónu ,það er það sem fólk er að fara fram á. Og til að byrja með gæti verðmyndun verið í sveiflum. Það mun væntanlega jafna sig og á endanum miðar hver útgerð við það verð sém hún telur sig ráða við miðað við arðsemiskröfur.

Það er ekki ljóst hvernig á að greiða fyrir nýtingarrétt, hvernig eru þau verðmæti metin? Nú þegar eru greidd ýmiskonar gjöld, almennir skattar og svo til dæmis veiðigjald sem þeir einir greiða sem nýta aflaheimildir sýnar og mætti þess vegna hugsa sem eins konar gjald fyrir nýtingu auðlindarinnar. Það er erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvað er átt við með því að greiða eigi fullt gjald fyrir nýtingarrétt. :)

Ræðið í þaula:

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information