Einfalda skattskil fyrir óreglulega verktöku

Einfalda skattskil fyrir óreglulega verktöku

Í augnablikinu virðist ekki vera hægt að skila rafrænt upplýsingum um óreglulega verktöku. Þegar verktaki skráir sig á staðgreiðsluskrá þarf að gefa upp áætlað mánaðarlegt reiknað endurgjald. Þetta á mjög illa við þegar fólk vill taka tilfallandi verkefni sem kannski eru mjög óregluleg. Núna þarf að setja þessa áætlun í 0 kr. og senda tölvupóst á starfsfólk skattsins í hvert skipti sem greiðsla fyrir verkefni berst.

Points

Flækjan í kringum skattkerfið veldur því að einstaklingar reyna frekar að fara framhjá því að skila réttum upplýsingum til skattsins. Ef hver sem er getur skilað inn upplýsingum á einfaldan hátt um hvaða tekjur hann var að fá borgaðar sem verktakagreiðslu og það kerfi sæi einnig um útreikninga á skattþrepum og öðru myndi það hvetja fólk til að standa í skilum. Ég vil ganga svo langt að fólk ætti ekki að þurfa að skrá sig á staðgreiðsluskrá fyrirfram.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information