Samgöngumál fyrir rafmagnsskutlur eftir götum bæjarins.

Samgöngumál fyrir rafmagnsskutlur eftir götum bæjarins.

Ég kalla eftir að leiðir um bæinn verði alls staðar færar fyrir skútera eða rafmagnshjólastóla. Ég lendi í vandræðum ef ég fer eftir Hringbrautinni vegna þess að ljósastaurarnir eru víða á miðri gangstéttinni. Þá verð ég að fara út á götu til að komast áfram eftir götunni, í veg fyrir umferð bifreiðanna sem skapar hættu. Fyrir okkur sem notumst við svona hjálpartæki er mikilvægt að leiðirnar um bæinn okkar séu greiðar til að þær gagnist í Hafnarfirðinum öllum. Fyrir mig er greið leið mikilvæg

Points

Ég hef orðið var við ákveðna galla til að komast um bæinn á rafskutlunni minni sum staðar um götur bæjarins, þar eru gangstéttirnar greinilega ekki gerðar fyrir umferð rafskutlna. Ég nefni eina af götum bæjarins þar sem framhaldsskóli stendur við þar sem gera má bragarbót á gangstéttum til að það þurfi ekki að fara í veg fyrir umferð bifreiða til að komast leiðar sinnar. Á Hringbrautinni eru ljósastaurar upp úr gangstéttinni sem orsaka það að fara verður út á götuna til að komast leiðar sinnar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information