Rólegt og notalegt jólaþorp

Rólegt og notalegt jólaþorp

Jólaþorpið er skemmtileg hugmynd og setur notalegan svip á miðbæinn á þessum árstíma. Mér finnst hins vegar þessi ofhlaðna, oft á tíðum mjög hávaðasama og vafalaust rándýra dagskrá algjörlega skemma stemmninguna. Jólaþorpið stendur alveg fyrir sínu eitt og sér. Gera mætti samninga við veitingahúsin í nágrenninu um að selja glögg (óáfenga og áfenga) og e.t.v. mætti bjóða upp á eitthvað meira matarkyns. Sölubásar, heit glögg og nýbökuð skonsa er mun jólalegra en strumpajól á fúllblasti.

Points

Ég get ímyndað mér að dagskráin sem boðið er uppá í jólaþorpinu kosti bæjarfélagið dágóðan pening. Það er mikill metnaður lagður í þessa dagskrá, en er hún nauðsynleg til að laða fólk að? Það væri mun nær að selja jólatré og greinar á sviðinu, fá eitthvert bakarí til að opna lítið útibú á staðnum, kveikja fleiri opna elda, fjölga sætum og ýta frekar undir þetta notalega andrúmsloft sem jólaþorpið gæti boðið uppá.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information