Meiri gróður í Norðurbæ

Meiri gróður í Norðurbæ

Setjum fleiri tré og runna á opna svæðið milli Reykjavíkurvegar og Norðurbæjar við Suðurvang (báðum meginn Hjallabrautar). Þetta kostar ekki mikið, en myndi hafa mikil jákvæð áhrif fyrir íbúa Norðurbæjar. Meiri gróður myndi auka fegra ásýnd bæjarins þegar keyrt er inn í hann, auka umferðaröryggi, draga úr mengun og draga úr hávaða frá Reykjarvíkurveginum.

Points

Norðurbærinn liggur við stóra stofnæð inn í bæinn. Af götunni stafar bæði hætta fyrir börn en ekki síður mengun og hávaði. Með því að gróðursetja fleiri tré á opna svæðinu báðum meginn við Hjallabrautina myndi ekki bara ásýnd Norðurbæjarins batna, heldur hefði það einnig heilmikil jákvæð áhrif. Nú þegar er þónokkur gróður í kringum körfuboltavöllinn við Suðurvang, en hann þyrfti að ná mun nær Hjallabrautinni.

Styð þessa hugmynd og styð það að bærinn fari markvisst í gróðursetningu á þeim reitum þar sem það hentar. Fleiri og hærri tré skapa betri veðurskilyrði. Vitað er að meðalhiti á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað umfram svæði við jaðar höfuðborgarsvæðisins og er það fyrst og fremst rakið til trjáræktar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information