Aðskylnaður framkvæmdarvalds og löggjafavalds

Aðskylnaður framkvæmdarvalds og löggjafavalds

Ég tel að nauðsinlegt sé að aðskylja löggjafavald og framkvæmdarvald það fyrirkomulag sem nú er er ekki nægjanlega líðræðislegt

Points

Hef einmitt oft hugleitt þetta, kerfið er gamalt, úrelt og úrbrætt, í ljósi þess að meirihluti laga sem lögð eru fyrir þing (ath. í den var stjórnað með bráðbirgðalögum) komi frá ríkisstjórn, þá má vel fabúlera áfram út frá því og spyrja afhverju leggur lögreglan ekki fram frumvörp til laga. Þingið er ekki að virka, líðræðið virkar ekki nema augnablikið meðan atkvæðaseðillinn dettur í kjörkassann og svo mætti lengi telja, ég velti því fyrir mér hvort ekki sé ástæða til að leggja þingið niður í núverandi mynd og hafa það í þess stað á netinu, veit vel að menn hrökkva við og brosa þegar þeir heyra þetta, en er ekki komið nógur tími í hitt ruglið?

Kanski en snnilega væri það altof byltingarkennt núna ekki það að mér finnist það of byltingarkennt en ég held að hluti af þessu sé að mikið af þingmönnum fyndist brjálæði að terysta almenningi svona það eru margir með mikla nostralgíu þegar kemur að hugmindum um mikilvægi sttjórnmálamanna og fáránlega leiðtogadýrkun

held að þetta sé bara spurning um hugmynda-flug/auðgi, það má t.d. koma þessu á í þrepum, halda breyttu Alþingi að einhverju leiti við, en vægi atkvæðagreiðslu þannig að vægi kjörinna þingmanna sé 50% (eða einhver önnur prósentutala) á móti netþinginu. Meðan verið væri að þróa þetta, þá má hafa allskonar varianta frá þessu sem ég er að stinga uppá þannig að ef um verulegan mun er á atkvæðagreiðslu kjörinna fulltrúa og netþings, þá fari mál í þjóðaratkvæði. Þarna er um að ræða atriði sem talsvert hefur verið umrætt undanfarið sem eru þjóðaratkvæðagreiðlsur. Það hefur skort verulega á að líðræðið sé að virka í þessu landi, en þarna tel ég að sé leið til þess að lappa upp á líðræðið.

Og með því að aðskylja þessa hluti tel ég að þingið tæki á sig eðlilegri mind og það væri hægt að tala um þrískyftingu valds

Ég tel að einkverntímann í óræðri framtíð verði þingið líklegast virtualt en persónulega held ég að tæknin sé ekki nægjanlega langt kominn ennþá svo það fyrirkomulag yrði nægjanlega skylvirkt.

Setja skorður á framkvæmdarvald þannig að ekki sé brotið gegn stjórnskipunarrétti eða þingréttarvenju

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information