Krefja á Landsvirkjun að Skoða alvarlega stóriðjuverð hvað varðar hugmyndir um risagróðurhús.

Krefja á Landsvirkjun að Skoða alvarlega stóriðjuverð hvað varðar hugmyndir um risagróðurhús.

Ég legg það til að Landsvirkjun verði falið það verkefni. Að skoða hvort raunvörulega sé hægt að gera út á þessar hugmyndir. Þetta þarf að gera með því að sett verði fram gegnsægt verð á þeirri raforku sem slík risagróðurhús nota. Verð sem hægt er að nota til að reikna út arðsemi þessara risagróðurhúsa. Til að sjá hvort slíkar hugmyndir eru raunhæfar. Séu þær svo raunhæfar sem margir vilja meina. Þá kemur fjármagnið sjálfkrafa ríkið þarf ekki að taka þátt í svona rekstri.

Points

Það virðist krafa sumra að ríkið taki að sér rekstur slíkra risagróðurhúsa. Minn punktur er. Það þarf skýra og gegnsæja greiningu um hvert raforkuverð þarf að vera til að svona hugmyndir borgi sig. Og hvort hægt sé að koma til móts við það, þannig að Landsvirkjun geti staðið undir því. Reynist arðsemin af þessu, útfrá þessum niðurstöðum á raforkuverði ásættanleg útfrá viðskiptaáætlunum, Skortir ekki einkafjármafn. Það beinlínis rennur þangað sem hægt er að mynda arð.

Eins og fram kemur í meðrökum með hugmyndinni ætti ríkið ekki að stunda gróðurhúsarekstur, en eins og það er ekki ríkis að reka gróðurhús, þá ætti LV ekki að eiga frumkvæði að því að kanna hvort þeir geti boðið ákveðin kjör ef einhverjum dettur í hug að fara í rekstur. Einkaaðilar sem hafa áhuga á rekstrinum ættu eðlilega að eiga frumkvæðið af því að tala við LV um hagstætt verð á raforku. Það er óþarfi að kanna það án þess að það séu þegar til áhugasamir rekstaraðilar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information