24/7 opnun líkamsræktarinnar

24/7 opnun líkamsræktarinnar

Ég hef sent inn erindi til bæjarins með að bjóða upp á að hægt sé að komast í líkamsræktina allan sólahringinn. Þá verður hurðin sem er að neðanverðu út úr ræktinni útbúin með læsingu, þannig að fólk getur komist þar inn með lykilkorti. Ekki verður hægt að fara í sturtu í þessum fyrsta áfanga (millihurðin verður læst), en ef þetta gengur vel og ekkert verður um vesen, þá munum við í framtíðinni reyna að sækja um að við komumst í sturtuna líka.

Points

Stórt hlutfall vinnandi fólks er á vöktum og getur þ.a.l. ekki nýtt sér núverandi opnunartíma nema að hluta. Sem dæmi eru vaktaskipti í álverinu og fyrirtækjum tengdum álverinu einmitt klukkan átta á kvöldin en þá er íþróttamiðstöðinni að loka. Sömuleiðis er lokað á milli 09-13 á virkum dögum og þ.a.l. geta þeir sem eru að klára vakt klukkan 08:00 að morgni ekki nýtt sér ræktina á morgnana. Auk þess opnar ekki fyrr en klukkan 13:00 um helgar en margir myndu eflaust vilja fara fyrir þann tíma.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information