Festa í stjórnarskrá réttinn til að njóta bestu fáanlegu heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma

Festa í stjórnarskrá réttinn til að njóta bestu fáanlegu heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma

Í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40 frá 2007) segir um markmið laganna: "...að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði í samræmi við ákvæði laga þessara,..). Þessi lög hafa ráðamenn landsins þverbrotið undanfarin ár eins og allir vita og virt þau að vettugi. Því þarf að festa þetta ákvæði í Stjórnarskrá Íslands.

Points

Þjóðin ber sameiginlega ábyrgð á þegnunum og í social-democratic þjóðfélagi eins og við lifum í, þá er það samfélagslég ábyrgð að borga brúsann. Ég borga meðan ég get unnið og hinir borga meðan þeir geta unnið til að bera ábyrgð á þeim sem geta það ekki og til að borga fyrir umönnun fyrir okkur þegar við þurfum á henni að halda. Sama hvað það kostar. Samfélagsleg ábyrgð.

Tillagan felur í sér að það verði engin efri mörk á því hversu miklu fjármagni verður veitt er til heilbrigðisþjónustu. Það er augljóslega ekki æskilegt, því það þarf að fjármagna aðra samfélagsþjónustu samhliða.

Það er algengur misskilningur að gæði þjónustunnar í heilbrigðiskerfinu sé í beinu hlutfalli við þá fjármuni, sem veittir eru til hennar. Þetta er fremur spurning um viðhorf en fjárútlát. Viðhorf ráðandi stjórnmálamanna til sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna undanfarin ár hefur markast af virðingarleysi, skipulagsleysi og ráðaleysi. Miðstýring og of mikil yfirbygging stuðlar að sóun fjámuna. Svarið er dreifing ábyrgðar, smækkun eininga og betri nýting fjár og bæta þannig heilbrigðiskerfið.

Heilbrigðismálin eiga að vera algjört forgangsmál í stjórn landsins. Stjórnmálamenn verða því að forgangsraða málum á þann veg að heilbrigði og heilsa manna sé í fyrirrúmi. Til að koma í veg fyrir að misvitrir stjórnmálamenn brjóti ekki niður heilbrigðiskerfið eins og menn hafa orðið vitni að á undanförnum árum þá þarf að tryggja rétt sjúklinga í stjórnarskránni.

Nú þegar þjóðin verður eldri og eldri og lyfjakostnaður hækkar og hækkar, hver á að bera þá skyldu að borga brúsann sama hvað kerfið kostar? Hvar er hvatinn til að lækka kostnað, verð á lyfjum og þjóustu ef það er bundið í mannréttindi að borga, algjörlega óháð því hvaða fáránlega verði er kastað framm? Það þarf að hugsa þetta betur. Það er ekki hægt að veita betri þjónustu en við höfum efni á. Það er eitthvað sem við munum verða að læra að sætta okkur við, og það mjög flótlega (innan 20 ára).

Ég hef persónulega orðið vitni af hnignun heilbrigðiskerfisins síðan fyrir hrun, en ég hef þurft mikið á henni að halda, þá aðallega bráða- og spítalaþjónustu. Með árunum hefur pressan á að koma sjúklingum út sem fyrst, ef þeir geta gengið. Fyrir hrun var þetta allt í lagi, vandamálin skoðuð og jafnvel reynt að gera e-h í þeim, en eftir hrun þá hefur kerfið hnignað svo að það er hent í manni 1-2 morfín sprautum og ef manni líður aðeins betur, þá skal maður út, þrátt fyrir að vera þjáður af verkjum vegna nýrnasteina. Á tímabili var ég með pappír með mér þar sem voru lög um réttindi sjúklinga, eiðurinn sem læknarnir sverja og fullt af vísunum í klínískar leiðbeiningar og rannsóknir, bara til fá þá þjónustu sem mér ber.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information