Afnám skattþreps, hækkun persónuafslátts

Afnám skattþreps, hækkun persónuafslátts

Hugmyndin er einfaldlega sú að afnema þessi skattþrep og hækka frekar persónuafsláttinn.

Points

Það ætti að hækka neðri mörk milliþrepsins, en halda þrepunum að öðru leyti óbreyttum. Skattþrep auka ekki aðeins jöfnuð í samfélaginu heldur hafa rannsóknir sýnt jákvæða fylgni milli þrepaskiptingar í skattkerfum og huglægrar velferðar (e. subjective well-being) (Shigehiro Oishi, Ulrich Schimmack, and Ed Diener,. Progressive Taxation and the Subjective Well-Being of Nations). Það er ástæða fyrir því að skattþrep eru notuð að einhverju marki í flestum skattkerfum heimsins. Meira að segja í BNA!

Skattþrepakerfið er heimskulegt, bara af því að þú ákveður að vinna löglega meira en aðrir þá færðu minna af peningnum sem þú vinnur þér inn. Þetta myndi líka stuðla gegn svartri vinnu tel ég.

Það er frekar vandamálið hvað það er stutt á milli þessara þrepa. frekar ætti að færa seinni tvö þrepin ofar. Ef þú ætlar að afnema skattþrepin og hækka persónuafsláttinn þá neyðistu til þess að hækka tekjuskatts%.. Þetta kerfi yrði mun meira vinnuletjandi fyrir einstaklinga með tekjur við frítekjumörkin. Besta kjarabótin er lækkun tolla og virðisaukaskatts, en fyrst þarf að lækka vaxta og lántökukostnað http://bit.ly/13E4CMU.

í stuttu máli þá ýta skattþrep undir félagslegan ójöfnuð, með því að reyna að ná fram fjárhagslegum jöfnuði. Þetta kemur niður á þeim sem eru að reyna að taka á sig meiri vinnu til þess að koma sér úr skuldavanda eða tímabundnum þrengingum. Skattaþrepin t.d gera ekki ráð fyrir vinnuframlagi. Fólk sem t.d er að vinna frá átta til sjö með helgarvinnu gætu lennt í því að borga sama skatt og þeir sem vinna frá átta til fjögur bara vegna þess að launin eru þau sömu í lok mánaðarinns.

Visssulega er það möguleiki að þéna miklu meira en aðrir vegna þess að þú vinnur mun meira (s.s. með að vinna 2-3 vinnur), en raunveruleikinn er sá að langflestir þeir sem þéna meira og eru því í hærra skattþrepi eru einfaldlega að fá borgað meira fyrir sama eða svipað magn af vinnu. T.d. Bankastjóri með nokkrar millur á mánuði er ekki að vinna meira en ræstitæknir með rétt yfir lágmarkslaunum, ef eitthvað er þá mætti færa rök fyrir því að ræstitæknirinn vinni mun meira og erfiðari vinnu.

Ég hef áhyggjur af því hvernig tekjuskipting verður ef þetta er gert. Er sjálfur mikill áhugamaður um tekjujöfnuð, ekki bara vegna þess að mér finnst það góð hugmynd heldur hafa ýmsar góðar rannsóknír sýnt að samfélög þar sem tekjujöfnuður er meiri eru almennt heilbrigðari og "betri" samfélög. Hér er ég að vísa til þess sem kemur fram í bókinni "The Spirit Level - why more equal societies almost always do better" Ekki viss um að afnám skattþrepa auki tekjujöfnuð

afhverju mega skattþrep ekki vera til staðar ásamt því að hækka persónuafslátt (hugsanlega upp að framfærsluviðmiði). Allt eftir það gæti svo verið skattlagt?

Það vantar í þessa rökræðu hvert merkmiðið er með því að breyta kerfinu. Er t.d. markmiðið að skattekjur haldist í upphæð X og afnám þrepa á að skila meiri jöfnuði eða ??? Það er ekki hægt að rökræða eitthvað ef forsendur eru ekki fyrirliggjandi um hvert markmiðið er.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information