Betri lýsing við tónlistarskólann

Betri lýsing við tónlistarskólann

Það vantar betri götulýsingu á gangstéttina á milli íþróttahússins við Strandgötu og að gangbrautinni milli Hafnarfjarðarkirkju og bakarísins (Vort daglegt brauð). Lýsingin frá ljósastaurunum á stóra bílastæðinu eru alltof dauf þannig að það er algert myrkur þar sem maður gengur hinum megin við vatnið við tónlistarskólann.

Points

Það væri öruggara fyrir börn og þægilegra fyrir alla að bæta við nokkrum ljósastaurum á gangstéttina - eða a.m.k. bæta lýsinguna í staurunum sem nú þegar eru til staðar. Það eru fullt af börnum og unglingum sem nota þessa gangstétt á leið í tónlistarskólann og íþróttahúsið við Strandgötu. Þarna er líka stundum fullt af bílum að sækja börn í tónlistarskólann og vont að það sé svona dimmt þarna. Það myndast oft djúpir pollar á þessari gangstétt og því væri betra að sjá þá.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information