Afnám kvótakerfisins og tekið upp SÓKNARMARK MEÐ ALLAN FISK Á MARKAÐ.

Afnám kvótakerfisins og tekið upp SÓKNARMARK MEÐ ALLAN FISK Á MARKAÐ.

Tekið upp Sóknarm að hætti Matta Bjarna sem þróað var í samvinnu við íslenska fiskimenn og reyndist vel við uppbyggingu stofnanna. Allir sátu við sama borð og þeir sem kunnu skiluðu mestum og bestum afla. Með því að allur fiskur fari á markað fæst rétt fiskverð og allir hafa sama aðgengi að fiskinum til vinnslu. Eins er auðvelt að innheimta fast gjald sem byggist á rekstrarumhverfi veiðanna á hverjum tíma en yrði aldrei lægra en svo að útgerðin sæi um allan þjônustugeiran í kringum sjávarútveg.

Points

Kvótakerfið hefur stórskaðað íslenskt þjóðfélag og þjóðin á ekki að sætta sig við það óréttlæti sem í því felst. Með sóknarmarki og allan fisk á markað stóreykst veiðin og allir geta komið að veiðum og vinnslu sem þekkingu og getu hafa. Með því mun flæði fjár sem nú er EINOKAÐ af bönkum og útgerðum fara um hendur alls almennings og nýtast stofnunum og fyrirtækjum til að búa fólki betri kjör. Aukið flæði fjár og sá virðisauki sem það mun skapa mun enda í auknum tekjum ríkisins og hag okkar allra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information