Lagfæra göngustíga

Lagfæra göngustíga

Margir göngustígar eru orðnir ansi lúnir, komin göt á þá, kantar signir og steinar komnir í gegn. Þetta er bæði ljótt og hættulegt.

Points

Einnig er göngustígurinn á milli Ölduslóð og Hringbrautar mjög illa farinn! Mikið af holum og ójafnt. Nemendur úr Öldutúnsskóla nota þennan stíg mjög mikið, þar á meðal á hjólum og þetta getur verið stórhættulegt!

Það er öryggismál að hafa göngu og reiðhjólastíga í góðu lagi. Á sumum stöðum er þetta beinlínis hættulegt enda holur og steinar uppúr göngustígunum.

Hluti af því að göngustígarnir séu nothæfir er að þar sé góð lýsing að vetri til. Nú hefur í alllangan tíma verið ljóslaust á stórum hluta göngustígsins frá Víðivöllum leikskólanum og niður á Víðistaðatún, þrátt fyrir að undirrituð hafi ítrekað látið Hafnarfjarðarbæ vita af þessu vandamáli.

Göngustígurinn milli Suðurgötu og Hringbrautar er allur í órækt og mjög sóðalegur, væri auðvelt að gera þetta snyrtilegt með minniháttar tiltekt

Göngustígurinn frá Hringbraut og meðfram Suðurbæjarlaug er ansi skakkur og slitinn og frostlyftur. Þá er ekið með vörur að lauginni um þennan gangstíg,oft stór ökutæki. Þyrfti að drena hlíðina fyrir aftan Suðurbæjarlaug út í lækinn, því vatnið fer undir stígana og lyftir þeim og skemma í frosti.

Styð þessa tillögu að lagfæra alla göngustíga í bænum en líka hjólastígana. Víðsvegar um bæinn leiða göngustígar mann ekki eitt, eins og í botnlanga. Göngustígur hættir og við tekur bara grasbali, möl eða umferðargata án gangbrautar. Það þyrfti líka að laga alla kanta þar sem hjól, barnavagnar og hjólastólar eiga að gera farið um og gera þá betri. Þeir eru oft mjög grófir og erfiðir yfirferðar.

Þá er lítill göngustígabútur frá Suðurgötu niður í áttina að strætóskýlinu við Strandgötuna, varðaður gulum steinum og malbikið í háum hættulegum bólgum og hryggjum...

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information