Sameignlegur húsaleigusamningur - SAL - Þar sem ólíkir aðilar geta leigt saman stórt húsnæði

Sameignlegur húsaleigusamningur - SAL - Þar sem ólíkir aðilar geta leigt saman stórt húsnæði

Búa til "sameiginlegan húsaleigusamning" þar sem fleiri en einn geta leigt saman stærra og dýrara húsnæði en allir sem eiga í hlut eigi samt áfram rétt á húsaleigubótum og sýnum réttindum. Viðkomandi getur verið skilgreindur sérstaklega og auðvelt að skipta/breyta ef einhver flytur út og annar inn. Dæmi: Sameiginlegur húsaleigusamningur - nr.2013-01-08-4ra manna Dæmi um merkingar einst1=einstætt foreldri, einst2=einstætt foreldri m.fatlað barn, Öo1=öryrki o.s.frv þ.e. mismunandi skilgreiningar.

Points

Ástandið kallar á "meðleigenda húsaleigusamning" Fjárhagur fólks er svo bágborinn að hefur ekki efni á að leigja sér. Því er um að gera að allir meðleigendur hafi sama rétt gagnvart húsaleigubótum.

Leigmarkaður er óviðunandi og þörf fyrir eitthvað þessu líkt. Margir hafa ekkert val þegar kemur að húsnæði og býr við óviðunandi aðstæður. Það eru ófáir sem hefðu áhuga á að leigja saman stórt húsnæði en gera það ekki þar sem bætur og réttindi falla niður. Það mætti jafnvel vinna með Ils til að koma húsnæði í notkun. Þetta getur líka haft góð áhrif á þann hátt að þeir einstaklingar sem eru einir búa ekki lengur við einangrun eins og ósjaldan vill verða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information