Koma á persónukjöri fyrir næstu Alþingiskosningar.

Koma á persónukjöri fyrir næstu Alþingiskosningar.

Hægt er að útfæra hugmyndina á nokkra vegu. Í fyrsta lagi að frambjóðendur séu ekki á listum stjórnmálaflokka heldur bjóða sig fram sem einstaklingar en sé þó skylt að gera grein fyrir flokkstengslum sínum á kjörseðlinum. Önnur útfærsla er þannig að listar stjórnmálaflokkanna séu raðaðir en kjósendur fá að kjósa hvern sem er af listanum og einnig týna saman frambjóðendur af fleiri en einum lista. Í boði væri einnig að kjósa einn framboðslista eins og hann leggur sig en þá myndu heildaratkvæði>

Points

Gallinn við þetta fyrirkomulag er það sama og við kostningarnar til stjórnlagaþings. Það nennir enginn að kynna sér hver er hvað og hvað hann stendur fyrir þegar þú ert með lista yfir meira en 100 nöfn. Persónukjör er gott að nafninu til fyrir betra lýðræði, en þá þarftu að vera með lýð sem tekur þátt í svona beinu lýðræði með meðvitaðri þátttöku.

<úr persónukjöri og listakjöri reiknast saman fyrir hvern þingmann. (Framhald á lýsingu á hugmyndinni) Með þessari útfærslu eykst beint lýðræði Íslendinga þar sem hver og einn kjósandi hefur það tækifæri að velja þá einstaklinga sem hann telur eiga að sitja á þingi. Minni möguleikar eru á spillingu þegar kosið er til Alþingis með persónukjöri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information