Innra eftirlit, traust og fagleg vinnubrögð

Innra eftirlit, traust og fagleg vinnubrögð

Gerðar verði lagabreytingar sem skyldar lögregluembætti til að vera undir utanaðkomandi faglegu innra eftirliti sem fer yfir umkvörtunarefni sem og hvað það sem innra eftirlit ákveður að skoða. Í reglugerð verði gerð krafa um að fyrir ráðningu í starf skuli lögreglumenn standast faglegt sálfræðimati, þá skuli þeir árlega koma í endurmat til að tryggja þeirra vellíðan og heilsufarsleg öryggi

Points

Faglegt utanaðkomandi innra eftirlit verður að vera til staðar hjá lögreglu til að tryggja áframhaldandi traust sem og taka á umkvörtunar efnum vegna starfa lögreglumanna. Fjölmargar ásakanir hafa komið fram um misnotkun lögreglumanna á valdi, hrottaskapar, misnotkunar barna og ýmislegt annað mætti tína til. Sökum starfa sinna lenda lögreglumenn stundum í aðstæðum sem gera þá berskjaldaða fyrir ásökunum sem rannsakaðar eru nánast af samstarfsfólki sökum nálægðar og oft falla mál niður.

http://www.theguardian.com/world/2013/nov/04/california-police-body-cameras-cuts-violence-complaints-rialto -lögregluofeldi minnkar um 90% -ofbeldi í útköllum minnkar um 60% -sparnadur vid skýrslugerd o-fl.

Innra eftirlit og kröfur til getu/ástands lögreglumannana sjálfra. Ég mundi vilja sjá aukið vinnueftirlit með streituvaldandi störfum sbr. löggæslustörf, heilbrigðisstarfsfólk, kennara o.s.frv. Það þarf að tryggja að fólk geti leitað sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á. Að yfirmenn beri ábyrgð á mannauði en ekki bara frammistöðu hans. s.s. þetta er munurinn á hæfni og hæfi. Það er eitt að vera hæfur til að gegna vinnunni, annað að hafa hæfni til að sinna henni vel.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information