Ríkisútvarpið lagt niður í núverandi mynd.

Ríkisútvarpið lagt niður í núverandi mynd.

Ríkisútvarpið í núverandi mynd er úrelt stofnun. Þörf fyrir ríkisrekna afþreyingar sjónvarps og útvarpsstöðvar sem senda út erlenda þætti, tónlist og myndir er engin. Árið 2013 getur hver sem er sótt það afþreyinarefni sem hann hefur áhuga á hvenær sem er í gegnum netið eða eftir öðrum leiðum. Nauðsynlegt er að við höfum aðgang að hlutlausri fréttastofu og að hér sé vettvangur fyrir umræðu um þjóðmál og það sem er efst á baugi hverju sinni. Það væri tilgangur nýja ríkisútvarpsins.

Points

Nánast öll heimili á Íslandi hafa aðgang að interneti og þar með ótakmarkaðan aðgang að afþreyingu. Því er það úr takt við tímann að ríkið reki beint eða óbeint fjölmiðil sem sendir út sjónvarpsþætti, kvikmyndir og annað aðkeypt afþreyingarefni í þeim dúr. Er nauðsynlegt að ríkisútvarpið haldið úti tveimur útvarpsstöðvum? Í dag útvarpar önnur ríkis-stöðin dagskrá sem er sambærileg dagskrá fjölda einkarekinna stöðva sem eru reknar á auglýsingatekjum eingöngu.

Er hlutverk RÚV bara afþreyingarlegas eðlis? Hvað með þegar hættu og/eða neyðarástand skapast og miðla þarf réttum upplýsingum til fólks á öruggan og markvissan hátt. Á hvaða einkareknu netsíðu fara bændur þá? Það má þó endurskoða hlutverk RÚV, en að leggja það alfarið niður þykir mér of langt gengið.

Í fjölmiðlaumhverfi sem hér er núna er alveg nauðsynlegt að einhver aðili sé rödd almennings en ekki einkaaðila með vafasaman tilgang. Stærstu einkareknu fjölmiðlaveitur eru í eigu aðila sem 1) reka botnlausan áróður fyrir einkaeign á auðlindum þjóðar (Mogginn) 2) aðila sem voru stórir gerendur í þeim fjárglæfrum sem ullu því að gríðarlegar skuldir skullu á ríkissjóði (Jón Ásgeir fjölskyldan á 365 miðlar). Í slíku umhverfi er það aðför að almenningi að leggja niður RÚV. Það má velta fyrir sér hvort erlent afþreyingarefni eigi rétt á sér á RÚV en það má þó réttlæta með að það sé afþreyingarefni fyrir aldraða og aðra sem heima sitja þ.e. hópar sem ekki sækja sér afþreyingu á stafrænum miðlum. En hlutverk fréttastofu og menningarmiðlunar RÚV er mikið og það ætti að bæta. Sérstaklega netaðgengi að eldra efni. það er orðið ágætt að nýju efni en hræðilegt að RÚV hegði sér eins og upplýsingarmiðill augnabliksins þegar oft eru þannig aðstæður að almenningur þarf að vísa í eldri gögn til að kynna sér mál og taka upplýstar ákvarðanir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information