Ríkisútvarp allra landsmanna í okkar hendur

Ríkisútvarp allra landsmanna í okkar hendur

Legg til að Ríkisútvarp allra landsmanna verði einungis ein rás fyrir útvarp og ein rás fyrir sjónvarp. Hætt verði að bjóða í beinar útsendingar af íþróttaviðburðum og öðrum álíka "heimsviðburðum" og öðrum samkeppnisaðilum gert kleift að takast á á þeim markaði. Legg til að Rúv verði í nánu sambandi við framhaldsskóla sem kenna fræði m.a. á sviði fjölmiðla, mannlegra samskipta og heimsspeki og bjóði nemendum á lokastigi að leggja til efni sem yrði partur af dagskrá Rúv.

Points

Í dag 3 október 2013 heyri ég sömu röddina í mörgum dagskrárliðum sem sendir eru út á Rúv oft í sömu vikunni, Ein persóna með sömu rödd í 101Rvk sér nú um 5 þætti sem 5 manns í öllum kjördæmum landsins sáu um áður. Sama er að segja um fleiri þætti. Svo virðist, fyrir áhugasaman hlustanda eins og mig, að niðurskurðurinn sé stórvægilegur. EN þegar kemur að kaupum á beinum útsendingum á td íþróttaviðburðum, þá leggur stjórinn allt í sölurnar til að við getum horft á fótbolta allan júlímánuð árlega

Virkjum skyldur Rúv sem öryggis- og upplýsingaveitu til allra landsmanna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information