Breyting á kosningalögum - afnám 5% reglu

Breyting á kosningalögum - afnám 5% reglu

Kosningar til Alþingis 2013 sýndu enn og aftur fram á galla þess að hafa 5% regluna við lýði - tveir flokkar komu ekki mönnum að sem hefðu annars gert það, og litlu munaði að 16% kjósenda ættu sér engan málsvara - sem þó urðu 11.9%! Engin rök eru fyrir 5% reglunni önnur en að styrkja stöðu eldri flokka, sem er ekki lýðræðislegt markmið. Afnám 5% reglunnar varðandi uppbótarþingmenn er auðveld breyting, en ætti líklegast að eiga sér stað samhliða öðrum endurbótum á kosningalöggjöfinni.

Points

Sammála því, en vil þrýsta á um þetta atriði sérstaklega vegna þess að ég held það geti náðst samstaða meðal margra um þetta. En kannski eru skiptari skoðanir um aðrar leiðir í kosningakerfinu bæði varðandi jöfnun atkvæðavægis og t.d. forgangskosningar aðrar kerfisbreytingar geta verið umdeildari. Þess vegna vildum við ekki setja afnám 5% reglunnar inn sem topic með öðrum æskilegum breytingum á kerfinu.

Ef þessi regla er "nauðsynleg" til að fámenn kjördæmi hafi sína málsvara hlýtur að vera mögulegt að finna betri aðferðir til þess. Reynslan sínir okkur að 5% er alltof hár þröskuldur. Fjöldi framboða hlýtur að eiga að hafa áhrif á kjördæmaskipan og útfærslur. Eftir því sem fleiri framboð fá atkvæði hlýtur meiri óánægja að krauma í þjóðfélaginu. Reglan þjónar ekki lýðræði okkar eins og hún er nú.

Það ætti að gera landið að einu kjördæmi og hafa einstaklingskjör. Þannig var Stjórnlagaráð kosið og starf þess var margfalt betra en starf Alþingis. Það er útbreiddur misskilningur að þetta, eitt og sér, myndi gera út af við hefðbundna flokka (sem væri þó vissulega gott :)). Þeir gætu sem hægast lagt fram lista með nöfnum þeirra sem þeir vilja hvetja stuðningsmenn sína til að kjósa, og þá lista gæti fólk tekið með sér í kjörklefann ef það vildi. (Svo biðst ég afsökunar fyrirfram, ef ég skyldi hafa skrifað þetta á vitlausan stað :))

Í þingkosningunum 2013 kusu 193.794 einstaklinga. Þetta ætti að þýða að hver frambjóðandi þyrfti að hafa rétt rúmlega 3000 atkvæði til að komast á þing. Miðað við kosningaþátttökuna 2013 sér 5% reglan til þess að frambjóðandinn þarf 9700 atkvæði. Þetta er ósamræmi sem þarf að laga. Ósamræmi sem bitnar á minni flokkunum.

Ég er ekki einn þeirra sem styður afnám þröskuldar, en veruleg lækkun hans er að mínu mati algerlega nauðsynleg aðgerð. Að mínu mati væri t.d. helminsglækkun í 2,5% afar farsælt skref. Það er þá sömuleiðis í samhengi við framlög til stjórnmálaflokka úr ríkissjóði, en þeir flokkar sem ná a.m.k. 2,5% fá framlög þaðan. Það er að sama skapi eðlilegt að hafa einhvern þröskuld, eðlilegt að flokkur þurfi að sýna fram á eitthvert fylgi til þess að eiga möguleika á jöfnunar sætum.

5% reglan er gróf handstýring á lýðræðinu.

Ég hef ekkert gífurlega á móti þröskuldinum, til að mynda hugsa ég að það auðveldi starfhæft ríkisstjórnarsamstarf. Það er samt hneyksli hversu mörg atkvæði týnast og að mínu mati ólýðræðislegt hversu margir einstaklingar eiga ekki fulltrúa á þingi. Þannig aðalmálið finnst mér vera að einstaklingar geti fengið atkvæði sitt flutt ef fyrsta val þeirra nær ekki þröskuldi. Þannig myndi fólk kjósa fyrsta, annað og jafnvel þriðja val og atkvæði þeirra færist frekar en liggja hjá dauðum flokki. Þetta myndi líka fjarlægja vandan við að kjósa ekki minna framboð í ótta við að atkvæði sitt dæmist marklaust. Það yrði eitthvað í líkingu við þetta http://en.wikipedia.org/wiki/Single_transferable_vote

Reglan um 5% á landsvísu getur einnig haft þau áhrif að kjósendur þori ekki að kjósa minni framboð af ótta við að atkvæði þeirra 'detti dautt niður' eða gagnist þeim flokkum sem viðkomandi vill ekki styðja. Þess vegna væri gagnlegt samfara breytingu á eða afnáms á 5% reglunni að taka upp einskonar forgangskosningakerfi, þar sem kjósandi getur merkt við fyrsta val, annað val o.s.frv.

Mæli með því að skoða þetta um Þröskuldinn á Wikipedia (http://en.wikipedia.org/wiki/Election_threshold). Listar yfir lönd sem nota þröskulda. þar kemur einnig fram að Evrópuráðið mælir með því með þröskuld ekki hærri en 3%. (http://assembly.coe.int/Mainf.asp?link=/Documents/AdoptedText/ta07/ERES1547.htm)

Þó svo að þessi hugmynd hefur verið vinsæl undanfarin ár þá hefur sagan sýnt það að 5% reglan er tilkominn til þess að auka stöðugleika lýðræðisríkis. Stjórnarskrá Weymarlýðræðisins var með það viðmið að 1% ætti að nægja til þess að framboð ættu rétt á fulltrúa inn á þing. Aftur á móti varð þingið fyrir vikið vegna of margra framboða nánast óstarfhæft og ekki ein stjórn sat heilt kjörtímabil ( jafnvel 3% reglan hefur haft sömu áhrif: sjá ítalíu ) sem leiddi að lokum til einræðis NSDAP.

Það er nú þegar hluti af stefnu Pírata held ég að breyta lögum samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs ef ég man rétt, í þeirri tillögu er fólgin töluverð breyting á kosningarkerfinu sem eykur vægi atkvæða töluvert, sú breyting samhliða lækkun þröskulds gæti vel farið saman.

Með 5% reglunni neyðast ný og minni framboð til að leggja alla áherslu á að ná yfir 5% á landsvísu í stað þess að leggja áherslu á að tryggja sér þingsetu í hverju kjördæmi fyrir sig.

"Afnám 5% reglunnar varðandi uppbótarþingmenn er auðveld breyting, en ætti líklegast að eiga sér stað samhliða öðrum endurbótum á kosningalöggjöfinni." Afnám 5% reglunar án þess að jafna atkvæðavægi mun líklega ekki gera neitt fyrir nýj framboð. Það þarf að fara í heildar endurskoðun á kerfinu.

100% deilt með 63 eru 1,587301587…%

nákvæmlega, takk kærlega!

Eins og þetta ? https://www.betraisland.is/ideas/67-breyta-kosningakerfinu-thannig-ad-haegt-se-ad-kjosa-2-eda-3-flokka-med-vaegi-alternative-vote

"58. In well-established democracies, there should be no thresholds higher than 3% during the parliamentary elections. It should thus be possible to express a maximum number of opinions. Excluding numerous groups of people from the right to be represented is detrimental to a democratic system. In well-established democracies, a balance has to be found between fair representation of views in the community and effectiveness in parliament and government." http://goo.gl/SYR3s

Fráb framtak - bendi samt á að til þessa þarf stjórnasrkrárbreytingu, sbr. 31. grein stjórnarskrár Íslands, 3. lið, 2. málsgrein: "Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu."

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information